Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 9

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 9
12/89 ÆGIR 625 I síðustu skýrslum fyrir Fiski- þing, hefur verið skýrt all ítarlega frá skólabátnum „Mími" og aðdragandanum að smíði hans. Eins og þar kemur fram eru 3 stofnanir sem samnýta bátinn, þ.e. Fiskifélagið, Hafrannsókna- stofnun og Líffræðistofnun Háskólans. Fjögurra manna rekstr- arstjórn skiptir niður úthaldstíma bátsins á milli stofnana, þar eiga sæti 1 frá hverri stofnun og 1 frá Sjávarútvegsráðuneyti. Fræðslu- deild F.í. hefur umsjón með bátnum og stjórnar daglegum rekstri hans. Áhöfn bátsins eru 2 menn, skipstjóri er Þórður Örn Karlsson og vélstjóri er Ásgeir Torfason, báðir afburða duglegir menn og áhugasamir. Það er ekki síst þeim að þakka hvað allt úthald bátsins hefur gengið vel til þessa. Úthaldstíma bátsins hefur verið skipt niður þannig, að farið er í rannsóknarferðir yfir sumartím- ann, en kennsluferðir á haustin og fram á vor, þ.e. yfir skólatímann. Áætlun er gerð um að báturinn komi tvisvar á vetri hverjum á hvern stað um allt land, þar sem sjóvinnukennsla er. Fyrri ferðin um landið er snemma að hausti og seinni ferðin að vori. Þessari starf- semi hefur allsstaðar verið vel tekið og bíða nemendur yfirleitt óþreyjufullir eftir komu bátsins. Báturinn getur tekið allt að 10 nemendur í einu ásamt kennara og er farið í dagsróðra með hin ýmsu veiðarfæri. Það hefur komið áhöfn bátsins á óvart hve margir nemendur úr sjávarplássum hafa aldrei komið út á sjó fyrr. Báturinn hefur gjörbreytt allri aðstöðu þess- arar námsgreinar og nemendur öðlast reynslu sem eykur þroska þeirra og víðsýni. Sl. sumar fór báturinn í leiðangur vestur á firði til rann- sóknastarfa, hann var einnig í hörpudisk- og krabbarannsóknum á Breiðafirði og Faxaflóa. Sl. sumar var einnig gerð tilraun með nýjan þátt í starfsemi bátsins, þar sem hann var leigður til fram- haldssjóvinnukennslu. Þetta út- hald stóð yfir í 5 vikur í júlí og ágúst. Mikil ótíð var á þessum tíma, sem dró úrárangri. Báturinn fór í 11 sjóferðir (dagsferðir) og var afli rúm 10 tonn, þar af um 6 tonn flatfiskur, en gert var út á handfæri og botnvörpu. Sex nemendur fóru í þessar sjó- ferðir, þrír í senn, og voru þeir ráðnir upp á hlut. Það er álit þeirra sem að þessari kennslu stóðu að hún hafi tekist vonum framar þegar tekið er tillit til ótíðar og að þetta var tilraunastarf með skamman undirbúning. Nemend- ur stóðu sig prýðilega og hyggja nokkrir þeirra að sjómennsku sem framtíðarc;tarfi Þrátt fyrir mikilvægi þess rann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.