Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 10

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 10
626 ÆGIR 12/89 sókna- og fræðslustarfs sem Mímir sinnir og augljósa gagnsemi þess, virðist skilningur fjárveitingavalds- ins vera takmarkaður á því. í fjár- lagatillögum fyrir árið 1989 var lagt til að leggja starfsemi bátsins niður. Með góðra manna hjálp og langri göngu innan kerfisins, tókst að halda bátnum inni á fjárlögum til lágmarksstarfsemi. Var þar um ca 25% niðurskurð að ræða frá fjárlögum 1988. Með ítrasta sparnaði og hagræðingu verður hægt að halda bátnum úti þetta árið, en nú er ný barátta framund- an. í nýframlögðum fjárlagatil- lögum fyrir árið 1990 er gert ráð fyrir fjárveitingu til Mímis, sem dyggði til 3 mánaða úthalds. Svona getur þetta ekki gengið, að eyða þurfi margra vikna vinnu ár hvert til að halda lífi í þessari starf- semi. Fjárveitingavaldið hlýtur að verða að gera það upp við sig hvort þessi fiskveiðiþjóð hefurefni á að eyða örfáum krónum til að kynna og fræða ungmenni sín um sjávarútveg, segir í skýrslu fræðsludeildar. Yfirlit yfir starfsemi Hagdeildar Rekstur tölvu: Það tölvukerfi, sem Fiskifélagið á um þessar mundir er orðið um sex ára. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, sem eitthvað hefur fylgst með þróun á þessu sviði, að frani- farir hafa verið mjög stórstígar. Bæði hafa afköst aukist stórlega, en ekki hvað síst hefur verðjag tækjabúnaðar miðað við afköst farið mjög lækkandi. Vegna þessa hefur líftími tölvubúnaðar almennt styst verulega. Þarna er ekki átt við endingartíma, heldur þann tíma, sem það borgar sig að reka eldri búnað. Það er markviss stefna framleiðenda, að gera rekstur eldri búnaðar það óhagkvæman, að endurnýjun sé hagkvæmari kostur. Þetta á bæði við um verð á viðbótabúnaði og viðhald. Svo dæmi sé tekið, þá lætur nærri, að miðað við afköst, þá sé viðhalds- kostnaður nýs vélbúnaðar um það bil 15% afviðhaldi því, sem bún- aður sá, sem félagið á kostar. Þarna er miðað við afköst. Þannig er viðhaldskostnaður vélbúnaðar nú um 1.5 milljónir króna á ári, en viðhald búnaðar, sem væri þrisvar til fjórum sinnum afkastameiri yrði á millj 5-600 þús. krónur á ári. Jafnframt þessu er kostnaður við hugbúnað á nýrri kerfi mun lægri, en á eldri búnað. Afleiðingar þessa er að ekki er hagkvæmt að bæta við hugbúnaði, sem þó gæti dregið úr vinnu við gerð og við- hald vinnslukerfa, og verið að því leyti hagkvæmt að hafa. Af því leiðir aftur, að sá sveigjanleiki, sem nýrri hugbúnaður býður upp á er ekki fyrir hendi og öll aðlögun að breyttum skilyrðum verður erf- iðari en ella. Af þessum ástæðum, og fleiri, sem ekki er rúm til að rekja hér, hefur verið unnið að því, að endurmeta tölvurekstur félagsins, með það í huga að gera hann hag- kvæmari og ná jafnframt kostum þeim, sem nútíma tækni gerir kleift. Fram til þessa hefur þessi vinna aðallega beinst að því, að safna saman upplýsingum um þá kosti, sem til greina koma. Á síð- ustu mánuðum hefur orðið mjög hröð þróun í afkastameiri smátölv- um, og á næstu mánuðum má búast við verulegum breytingum á því sviði, einkum að því er varðar stöðlun á gagnabrautum (EISA) og tilkomu nýrrar kynslóðar smá- tölva, sem byggir á 80486 örgjörva. Talið er að þessar vélar verði þrisvar til fjórum sinnum afkastameiri en þær, sem eru á markaði í dag, en ekki verulega dýrari. Virðist þarna liggja lausn, sem getur annað því gagnamagni, sem fer í gegn hjá félaginu á hverju ári, án þess að vinnslutími verði óhóflegur. Hinn kosturinn er sá að endurnýja með svipuðum búnaði, og félagið ræður nú yfir. Þessar hugleiðingar, hafa valdið því, að ekki hefur verið ráðist í stærri verkefni á sviði nýrra vinnslukerfa. Þó bættist við verk- et’ni í sumar, sem var dagleg inn- setning á sölum erlendis. Þessar upplýsingar koma annaðhvort í telexskeyti, sem tölva er látin sjá um að þýða, eða á faxi, sem sett er inn handvirkt. Þessu fylgir allmikil vinna. Lætur nærri, að 2-3 tímar fari á hverjum degi í þetta. Á móti kemur, að þetta ætti að spara nokkra vinnu við innsetningu gagna. Útvegur: Á yfirstandandi ári kom Útvegur út með sama sniði, og áður. Engar breytingar voru gerðar á efnisvali né útliti. Sú framsetning efnis, sem notuð er virðist gefa nokkuð góða raun, og í flestum tilvikum geta menn t'undið svör við þeim spurn- ingum, sem leita á. Útgerö og at'koma: Yfirlit yfir útgerð og afkomu flot- ans koni út nieð sama hætti og áður. Sú formbreyting, sem gerð var á þessari útgáfu hefur gefið nokkuð góða raun. Stílað var upp á að einfalda framsetningu efnis þannig, að ekki þyrfti sérfræðinga til að lesa úr niðurstöðunum. Virð- ist þetta hafa aukið áhuga á þessu efni og er þetta rit nú gefið út í tals- vert stærra upplagi en áður. Annab: Auk þess, sem að frarnan er greint var lokið þeirri endurskipulagn- ingu á reikningshaldi félagsins, sem hófst á síðasta ári. Auk þess var ýmsum sérverkefnum sinnt að venju. Tæknideild Starfsemi Tæknideildar eru gerð skil í sérstakri skýrslu, sem fyrir þinginu liggur. Eins og getið var um í síðustu skýrslu hefur verið unnið að því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.