Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 11

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 11
12/89 ÆGIR 627 endurbæta og tölvuvæða mæli- tækjabúnað deildarinnar til afl- nýtnimælinga um borð í skipum. Saga deildarinnar á sviði orku- notkunar og orkuhagkvæmni er orðin löng og má rekja allt aftur til ársins 1975, þegardeildin kom sér upp oliurennslismæli og hóf skipulegar mælingar og kynningar á þessum búnaði árið 1976. A því tímabili sem mælingar spanna, hefur margvísleg þróun í búnaði deildarinnar átt sér stað og margar mælingar framkvæmdar. Ákveðin tímamót áttu sér stað með þátttöku í hinu svonefnda Nordforsk-verkefni, en þá hófust hjá deildinni fyrstu mælingar á afli út á skrúfuöxul og þar með einnig mæling á eldsneytisnýtingu aðal- vélar (eyðslustuðlum). Nú á þessu ári hefur enn eitt skrefið verið stigið með hinum nýja búnaði deildarinnar. Með búnaði þessum fæst mjög nákvæm sanitímamæling margra þátta í aflnýtni og orkuhag- kvæmni, þar sem mælitækjabún- aður er tengdur PC-tölvu. Mæli- niðurstöður koma samtímis fram á skjá og prentara, auk þess sem unnt er að rita á staðnum ýmsa þá ferla sem áhugaverðir eru. Að hluta til er eldri tækjabún- aður deildarinnar nýttur, en til viðbótar hefur verið hannaður og smíðaður nýr búnaður, sem dæmi má nefna skráningartæki og átaks- mæli, svo og hugbúnað, og hefur sú vinna verið unnin af starfs- mönnum Tæknideildar. Fyrstu prófanir á búnaðinum í heild sinni fóru fram í apríl sl. um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni RE, en áður var hluti búnaðarins prófaður um borð í Óskari Halldórssyni RE. Tæknideild hefur metið stöðuna þannig að ákveðin eftirspurn ætti að vera eftir mælingum, bæði með tilkomu nýrra skipa, svo og í eldri skipum þar sem útgerðar- menn standa frammi fyrir breyt- ingum og endurnýjun á aðalvél- ar-, skrúfu- og aflbúnaði. Mikilvægt er að fyrir hendi sé aðili sem getur framkvæmt mæl- ingar á hinum ýmsu þáttum í afl- nýtni og orkunotkun með mikilli nákvæmni, gert nauðsynlega útreikninga eftir viðurkenndum aðferðum og gengið frá niðurstöð- um. Því verður ekki á móti mælt að Tæknideild er sá aðili hérlendis sem hefur mesta reynslu og byggt upp ákveðna færni, bæði hvað snertir mælingar og útreikninga á þessum þáttum. Pað er því eðlilegt að það sem í boði er sé nýtt af hlutaðeigandi aðilum. Sl. sumar fór fram ákveðin undirbúningsvinna vegna hugsan- legra titringsmælinga um borð í skipum. Við þessu máli var hreyft vegna fyrirspurnar eða beiðni um athugun á titringi í ákveðnu skipi. Reyndar hafa slíkar beiðnir áður L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.