Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 14

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 14
630 ÆGIR 12/89 Magnús Gunnarsson: EVRÓPUBANDALAGIÐ Og íslenskur sjávarútvegur íslendingar þurfa fimmta frelsið Mikil umbrot eiga sér staö á helstu mörkuöum okkar Það fer ekki fram hjá neinum, sem fylgist með alþjóðlegum stjórnmálum, að mikil umbrot eiga sér stað í heiminum umhverfis okkur. Samskipti aust- urs og vesturs eru að taka stór- felldum breytingum, sem væntan- lega eiga eftir að hafa mikil áhrif á þróun samstarfs þjóða í náinni framtíð, bæði á sviði stjórnmála og efnahagsmála. Nýjar aðstæður eru að skapast í samskiptum Austur- og Vestur-Evrópu sem opna munu nýja viðskiptamögu- leika. Innan Gatt eiga sér nú stað við- ræður um bætta viðskiptahætti, lækkun tolla og minnkun styrkja í atvinnurekstri. Þessar viðræður eru sérstakar fyrir það, að þar er nú ekki verið að ræða eingöngu um viðskipti með iðnaðarvörur, heldur einnig með landbúnaðaraf- urðir og þjónustu. Þar skiptir máli fyrir íslendinga hvernig fiskur og viðskipti með fisk, verða með- höndluð, en enn er óljóst hvar sjávarafurðir verða flokkaðar í þessum viðræðum. Fyrir vestan okkur hafa Kanada og Bandaríkin undirritað fríversl- unarsamning sem mun gera þetta stóra svæði að einum markaði og auðvelda öll viðskipti á milli land- anna. Með þessum samningi styrk- ist staða eins helsta samkeppnis- aðila okkar í sölu á sjávarafurðum, Kanadamanna, á markaði N- Ameríku og því er nauðsynlegt fyrir okkur að halda þar vel á spöðunum í allri markaðsstarf- semi, svo áhrif þeirra aukist ekki um of. Þegar er hafin umræða um að Mexíkó gerist innan skamms aðili að þessum fríverslunarsamn- ingi. Síðast en ekki síst eiga sér nú stað miklar breytingar innan Evr- ópu, sem geta haft veruleg áhrif á þróun viðskipta- og efnahagsmála hér á landi. Sú ákvörðun þjóða Evrópubandalagsins að öll löndin 12 myndi einn sameiginlegan innri markað í lok ársins 1992, mun leiða til þess að Evrópa þess- ara 12 landa verður eitt svæði án landamæra, þar sem viðskipti með vörur og þjónustu verða hindrunarlaus, fjármagn streymir óhindrað á milli landa, og þar mun fólk geta ferðast, búið og starfað þar seni það vill. Gert er ráð fyrir að myndun hins frjálsa markaðar sé forsenda enn frekara samstarfs á sviði efnahags- og stjórnmála. í upphafi þessa árs hófust svo könnunarviðræður milli Evrópubandalagsins og Efta- þjóðanna um frekari samstarfs- möguleika sem leitt gætu til evr- ópsks efnahagssvæðis sem kallað er á ensku „European Economic Space". Viö veröum að fylgjast með Fyrir litla þjóð eins og íslend- inga, sem byggir alla afkomu sína á öflugri utanríkisverslun, getur þessi breyting í stjórnmála- og við- skiptalegu umhverfi þjóðarinnar haft veruleg áhrif á þróun við- skipta- og atvinnumála. Því er nauðsynlegt, bæði fyrir íslensku þjóðina og alla aðila í íslenskum sjávarútvegi, að fylgjast mjög náið með þessum breytingum og að við reynum að skilgreina og sjá fyrir hvaða áhrif þær hafa á samkeppn- isstöðu íslensks sjávarútvegs. Það hlýtur að vera öllum Ijóst, sem fylgjast með gangi þessara mála, að íslendingum er það lífs- nauðsynlegt að vera þátttakendur í þeirri þróun sem á sér stað í heim- inum umhverfis okkur. Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir sérstöðu okkar og þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.