Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 16

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 16
632 ÆGIR 12/89 magn og þjónustu ásamt frelsi fyrir fólk að flytjast á milli og starfa í öllum löndum Evrópubandalags- ins. Við verðum að fá aukið frelsi í viðskiptum með sjávarafurðir til þess að við getum staðið jafnfætis öðrum þjóðum, verið samkeppn- isfærir á erlendum mörkuðum og verið samkeppnisfærir innbyrðis um það hráefni sem við þurfum, til þess að geta unnið íslenskt sjáv- arfang á Islandi. Viðfangsefni mitt bér í dag er fyrst og fremst að ræða áhrit' þeirra breytinga, sem nú eiga sér stað í Evrópu, á þróun íslensks sjávarút- vegs. Bókun 6 var góður kostur á sínum tíma Það er ekki nokkur vafi á því, að samningurinn sem gerður var 1972, var íslendingum mjög hag- stæður. Bókun 6, um viðskipti Islendinga með sjávarafurðir við Evrópubandalagið, ýtti mjög veru- lega undir þau miklu og góðu við- skipti sem við höfum átt við Evrópu- bandalagið á undanförnum árum. En frá því að samningurinn var gerður árið 1972, eru nú að verða liðin 18 ár og Ijóst er að frá þeim tíma hafa orðið mjög verulegar breytingar á samskiptum íslands og Evrópubandalagsins: - Frá árinu 1972 hefur Evrópu- t bandalagið stækkað, fyrst með inngöngu Grikklands og árið 1986 með inngöngu Spánar og Portúgals. Þetta hefur að sjálf- sögðu mikil viðskiptaleg áhrif á íslendinga þar sem Grikkland, Portúgal og Spánn kaupa m.a. rúm 80% af allri saltfiskfram- leiðslu íslendinga. - Miklar breytingar hafa orðið á flutningatækni á undanförnum árum sem auka til muna það vöruúrval sem hægt er að bjóða inn á markaði Evrópubanda- lagsins frá þeim tíma þegar samningurinn var gerður árið 1972. Má þar nefna ýmsar afurðir unnar úr ferskum fiski og seldar eru í fersku formi inn á markaðinn. - A Islandi, hafa á undanförnum árum verið að þróast nýjar atvinnugreinar, svo sem fiskeldi í stórum stíl, sem þurfa aukið frelsi til þess að markaðssetja sínar afurðir. — Síðustu árin het'ur einnig orðið veruleg breyting á áherslum fiskiðnaðarins þar sem í stór- auknum mæli er verið að vinna íslenskar sjávarafurðir í neyt- endapakkningar og selja á er- lendum mörkuðum. — Þegar samningurinn var gerður náði bókun 6 yfir um 70% af útflutningi íslendinga til Evrópu- bandalagsins en nú nær hún aðeins til um 60% útflutnings- ins. Lauslega áætlað eru greiddir tollar að upphæð á annan milljarð króna t’yrir íslenskar sjávarafurðir sem fluttar eru til Evrópubandalags- ins. - í síðasta lagi hefur orðið veruleg breyting innan Evrópubanda- lagsins frá 1972, þar sem árið 1983 gekk í gildi sameiginleg fiskveiöistefna Evrópubanda- lagsins, þar sem öll mál sem tengjast fiskveiðum, fiskvinnslu eða fiskdreifingu eru með- höndluð af stjórninni í Brússel, en ekki af einstökum aðildar- ríkjum. Þessi breyting frá árinu 1972 hefur mikil áhrif, bæði hvað varðar almenna stefnu- mörkun, fjármögnun og styrk- veitingar sem renna til sjávarút- vegsins í Evrópubandalaginu. Á árunum 1987-1992 verður t.d. veitl til sjávarútvegsmála í Evr- ópubandalaginu, milljörðum ECU á þessu 5 ára tímabili, eða 70 millj- örðum íslenskra króna. Sú upp- hæð er á ári meiri en allur árlegur brúttó útflutningur íslendinga á saltfiskafurðum. Rétt er að leggja áherslu á, að hér er aðeins um að ræða styrkveitingar Evrópubanda- lagsins, en einstök lönd og héruð innan Evrópubandalagsins leggja oft jafnháa upphæð á móti Evrópu- bandalaginu til ýmiss konar fram- kvæmda og fjárfestinga. Er því óhætt að hækka þessa tölu veru- lega ef meta á heildarsiyrki Evrópu- bandalagsins til sjávarútvegsins á ári hverju. Ljóst er, að á meðan um slíkar styrkveitingar er að ræða, getur sjávarútvegur innan Evrópubandalagsins á engan hátt fallið undir þau almennu lögmál sem ættu að gilda um frelsi í við- skiptum með sjávarafurðir og sam- keppnisstaða íslensks sjávarútvegs verður sem því nemur erfiðari. Sjávarútvegsstefna EB byggir m.a. á tollum, kvótum og styrkjum Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í meginatriði sjávarútvegs- stefnu Evrópuþandalagsins, ég ræddi hana á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðvanna fyrir ári, þar sem margir hér voru viðstaddir, og er sú ræða til ef menn hafa áhuga á því að kynna sér hana nánar. Rétt er þó að ítreka megin- markmið þessarar sameiginlegu stefnu Evrópubandalagsríkjanna. Þau eru: a) Að tryggja verndun fiskstofna og úthlutun kvóta innan þeirrar eigin landhelgi. b) Að efla innviði sjávarútvegsins með tæknivæðingu, hafnarað- stöðu og innri uppbyggingu og tryggja að fiskiskip og fisk- vinnsla sé alltaf samkeppnis- fær. c) Að tryggja nægilegt framboð af fiski af þeim tegundum og gæðum sem markaðurinn krefst, um leið og afkoma þeirra sem stunda veiöar og vinnslu sé tryggð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.