Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 18

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 18
634 ÆGIR 12/89 nægilega vel grein fyrir því, fyrren þá e.t.v. of seint, hvaða neikvæðu áhrif þessar ytri kringumstæður geta haft á okkur. Það brennur því miður oft við í umræðunni um afkomu og þróun þessarar helstu atvinnugreinar okkar íslendinga, að menn gleyma að úti í hinum stóra heimi er stöðugt verið að taka ákvarðanir, sem geta haft veruleg áhrif á samkeppnisstöðu okkar og ráða meiru um afkomu og þróun en það sem við gerum á innlendum vettvangi. Sérstaða okkar íslendinga er mjög mikil hvað varðar viðskipti með fisk. Við íslendingar erum sjálfstæð þjóð án beins ríkjasam- bands við aðra stærri aðila og þurfum því að byggja eingöngu á því sem við getum aflað á hverjum tíma og getum ekki gert ráð fyrir styrkjum frá öðrum löndum eða ríkjasamsteypum þegar illa gengur. Þannig voru t.d. árið 1987 sjávar- afurðir 78% af vöruútflutningi okkar íslendinga en aðeins 2 til 6% hjá helstu samkeppnisþjóðum okkar á þessu sviði, Noregi og Kanada. Það er því Ijóst að ytri skilyrði, svo sem tollar og styrkir til samkeppnisaðila, hafa mikil áhrif á það hvernig samkeppnis- staða okkar er á hverjum tíma. Það er rétt að sífelldar styrkveiting- ar, munu til lengri tíma eyðileggja fyrirtæki og atvinnugreinar, saman- ber í Noregi, en það tekur alltaf langan tíma og það getur á meðan eyðilagt mjög mikið fyrir þeim, sem ekki njóta sömu styrkja. Hverjir eru kostir íslendinga? Við hljótum því í Ijósi þeirra viðræðna sem nú eiga sér stað milli Efta-ríkjanna og Evrópu- bandalagsins að spyrja okkur hvaða kosti íslendingar hafi á næstu árum. - Við höfum að sjálfsögðu þann möguleika að gera ekki neitt og fylgjast aðeinsúr fjarlægð með þeirri þróun sem á sér stað allt í kringum okkur. — I öðru lagi getum við án þátt- töku í viðræðum, aðlagað okkur þeim breytingum sem eiga sér stað innan Evrópu- bandalagsins, til að auðvelda okkur samskiptin við það í framtíðinni. — í þriðja lagi getum við tekið virkan þátt í þeim viðræðum, sem nú fara fram og séð með öðrum þjóðum hversu langt er hægt að komast í auknu við- skiptafrelsi í þessum viðræðum. — í fjórða lagi getum við farið í tvíhliða viðræður við Evrópu- bandalagið um sjávarútvegsmál sérstaklega. — í fimmta lagi getum við ákveðið að sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu. Að lokum verðum við að gæta vel að því, hver þróunin verður á fleiri stöðum en í Evrópu- þandalaginu, t.d. með tilliti til þeirra þreytinga sem eiga sér stað á okkar mikilvægu mörkuðum í Ameríku og Japan. Það er persónuleg skoðun mín, að við eigum að taka virkan þátt í þeim viðræðum sem nú eiga sér stað milli Efta og Evrópuþanda- lagsins, en við verðum að gera okkur fulla grein fyrir því, að þar er verið að tala um iðnaðarvörur og að fyrstu viðbrögð Evrópu- bandalagsins við kröfu Efta-land- anna um fríverslun með fisk, er að benda á sameiginlega fiskveiði- stefnu bandalagsins og segja að um sjávarútvegsmál þurfi að semja sérstaklega. Þörf er á viðbótar- samkomulagi við EB Til Evrópubandalagsins fóru árið 1988, 59% af vöruútflutningi íslendinga og 61% af útfluttum sjávarafurðum. Það er því mjög mikilvægt fyrir okkur að ná við- bótarsamkomulagi við bandalagið um sjávarútvegsmál. Þar er ekki einungis nauðsynlegt að ræða um tolla, heldur einnig um rannsóknir í hafinu, mengunarmál og verndun sameiginlegra stofna, svo eitthvað sé nefnt. Slíkar viðræður um gagnkvæma hagsmuni, sem skipta okkur meira máli en aðrar þjóðir, geta ekki farið fram nema tvíhliða. Á næstu mánuðum þurfum við að fylgja eftir viðræðum Evrópu- þandalagsins og Efta, en samhliða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.