Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 19

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 19
12/89 ÆGIR 635 að reyna með tvíhliða samningum að finna lausn á samskiptum íslands og Evrópubandalagsins á sviði sjávarútvegsmála. Ég hef fulla ástæðu til að ætla að innan Evrópubandalagsins sé fjöldi áhrifamanna, sem hafa þennan skilning á sérstöðu íslend- inga, og vilji leysa úr þeim vanda- málum sem við glímum nú við. Forsendur íslendinga í þessu samstarfi Við hljótum að spyrja, á hvaða forsendum íslendingar geti verið þátttakendur að slíku samstarfi, þegar tekið er tillit til stöðu sjávar- útvegsins. - í fyrsta lagi, er það að sjálf- sögðu grundvallaratriði, að íslendingar stjórni einir nýtingu auðlindanna í hafinu umhverfis okkur - það er ófrávíkjanleg forsenda. - í öðru lagi, yrðu íslendingar að hafa frjálsan aðgang að er- lendum mörkuðum án allra hindrana, hvort sem um væri að ræða tolla eða tæknilegar hindranir. - í þriðja lagi, yrði að leggja af alla styrki til sjávarútvegs, sem rekinn væri í beinni samkeppni við íslenskan sjávarútveg og gæti á þann hátt skert samkeppn- isstöðu íslendinga. - í fjórða lagi, til þess að við getum verið fullgildir þátttak- endur í hinum fjórum títt nefndu frelsum Evrópubanda- lagsins, verðum við að byggja upp sterk íslensk fyrirtæki sem standa jafnfætis erlendum fyrir- tækjum í framleiðslu og sölu á sjávarafurðum. Sagan kennir okkur, að þegar erlendir aðilar hafa sýnt íslandi áhuga eða þeim auðlindum sem héreru til staðar, endist áhugi þeirra aðeins svo lengi sem ekki eru aðrir hag- kvæmari kostir fyrir hendi. Sagan kennir okkur einnig að þegar þessi fyrirtæki og aðilar hafa síðan yfirgefið landið, hafa þau aðeins skilið eftir sig tómar húsatóftir. Enginn aðgangur að markaði, vinnslu eða möguleiki á samstarfi hefur verið skilinn eftir. Þess vegna er ein frum- forsenda fyrir þátttöku okkar í nánu samstarfi við önnur ríki, að til séu íslensk fyrirtæki sem geta verið fullgildir þátttak- endur í baráttunni á mörkuðun- um. Þegar tollamúrar, tækni- legar hindranir og styrkir eru horfnir er eðlilegt, að öllu óbreyttu, að áætla að hag- kvæmast sé að vinna þann fisk sem veiddur er á íslenskum fiskimiðum hér á landi. Móta þarf íslenska sjá varútvegsstefnu Ljóst er að mikið vatn verður runnið til sjávar áður en þær kringumstæður skapast, að við sjáum viðskipti með sjávarafurðir í alþjóðaviðskiptum lúta sömu lög- málum og viðskipti með iðnaðar- vörur. Við þurfum því að setjast niður og móta íslenska sjávarút- vegsstefnu, þar sem við reynum að átta okkur á hvernig við getum hámarkað arðsemi fiskimiðanna, miðað við þau samkeppnisskilyrði sem núverandi umhverfi gefur okkur. Við getum ekki lengur rætt eingöngu um fiskveiðistefnu, eða rætt afmarkað um það hvernig við ráðstöfum aflanum, eða þá hvernig við verðleggjum fiskinn milli útgerðar og fiskvinnslu. Öll þessi mál þarf að skoða í sam- hengi. Við verðum, um leið og við ákveðum hverjir hafa réttinn til að veiða fiskinn, að taka afstöðu til þess hvernig eigi að verðleggja og ráðstafa honum. Við verðum einnig að gæta okkur á því, að óeðlileg ytri skilyrði skapi ekki þær aðstæður að erlendum fisk- vinnsluaðilum sé auðveldara að bjóða hærra verð fyrir íslenskt hráefni en íslenskri fiskvinnslu. Sjávarútvegsstefna íslendinga verður að grundvallast á langtíma- markmiðum með langtímaávinn- ing að meginmarkmiði. Á meðan umræðan erlendis, um viðskipti með sjávarafurðir og styrki til sjáv- arútvegs, eru bundnar á sama klafa og umræðan um landbúnað- arvörur, hljótum við og verðum eins og Evrópubandalagið að móta sjálfstæða sjávarútvegsstefnu sem fyrst og fremst hefur langtíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.