Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 20

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 20
636 ÆGIR 12/89 hagsmuni íslendinga að leiðar- Ijósi. Góðir fundarmennl Ég hef grun um, að ef til vill hafi einhverjir ykkar gert ráð fyrir að ég rekti hér fyrir ykkur ýmsar þær tæknilegu breytingar sem verða á samskiptum íslensks sjávarútvegs og Evrópubandalagsins, við til- komu innri markaðarins 1992. Ég hef hins vegar valið þann kostinn, að leggja megináherslu á sérstöðu Islendinga í þessum viðræðum við Evrópubandalagið, þar sem hug- myndafræðin og umræðan snýst fyrst og fremst um iðnaðarvörur. Það er rétt að ítreka þessa sérstöðu okkar, vegna þeirrar umræðu sem framundan er á vettvangi stjórn- mála, í þeim tilgangi að menn gleymi ekki þessu grundvallar- atriði í hafsjó frelsisumræðu um allt nema sjávarafurðir. Ég vil þó ítreka það sjónarmið, að lífsnauðsynlegt er fyrir Islend- inga að taka virkan þátt í þessum umræðum og vona að árangurinn verði okkur öllum til hagsbóta. En þar til íslenskur sjávarútvegur getur keppt á jafnréttisgrundvelIi við aðrar þjóðir á mörkuðunum, án viðskiptahindrana, tolla og styrkja, hljótum við að áskilja okkur allan rétt til þess að stýra og stjórna íslenskum sjávarútvegi, eins og við teljum réttast á hverjum tíma. Á þessum tíma- mótum hljótum við að stilla komp- ásinn áður en lagt verður í hinar raunverulegu viðræður við Evrópu- bandalagið. Ljóst er að menn gera ráð fyrir því að á þessu fiskiþingi verði fisk- veiðistjórnunin og kvótinn megin- umræðuefnið, en ég skora á ykkur, þingfulltrúar góðir, að ræða þau mál í samhengi við heildarstefnumörkun í sjávarút- vegi. Sjávarútvegurinn getur ekki og má ekki stöðugt líta til stjórn- valda eftir öllum lausnum. Við verðum, samhliða þeirri umræðu, að fjalla um skynsamlega ráð- stöfun aflans, aflamiðlun og hvernig verðmyndunin á að vera miðað við breyttar aðstæður. Ég er ekki þar með að leggja til að fjölgað verði höftum eða bönnum, heldur vil ég leggja áherslu á að við verðum að finna ramma utan um sjávarútveginn, sem setur mönnum ákveðnar leikreglur og tekur mið af því umhverfi sem við vinnum í, bæði innanlands og er- lendis. Samskipti okkar við Evrópu- bandalagið skipta hér miklu máli. Fimmta frelsið Það er sannfæring mín, að ýmsar nágrannaþjóðir okkar hafi skilning á sérstöðu okkar og geri sér grein fyrir því, að vilji menn búa hér norður í hafi, verða menn að geta búið fólkinu viðunandi lífs- skilyrði. Að þeir geri sér betur og betur grein fyrir því að til þess að íslendingar geti verið virkir þátt- takendur í auknu samstarfi Evrópu- þjóða duga ekki frelsin fjögur, heldur verða þau að vera fimm. I viðbót við frelsi í viðskiptum með vöru og þjónustu, fjármagns- streymi og fólksflutninga, verður frelsi með sjávarafurðir að bætast við. Ég treysti því að sú mikla vinna, sem ráðamenn þjóðarinnar hafa lagt í að kynna málstað okkar á undanförnum árum, muni bera árangur og innan ekki of langs tíma munum við hafa fundið við- unandi lausn á samskiptum okkar við Evrópubandalagið á sviði við- skipta með sjávarafurðir. Ræða flutt á Fiskiþingi 30. október 1989. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleið- enda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.