Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 22

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 22
638 ÆGIR 12/89 Þórður Friðjónsson: Sjávarútvegurinn og gengi krónunnar Inngangur Það fer ekki á milli mála að íslendingar lifa fyrst og fremst á fiski. Tekjur af útflutningi fisk- afurða nema rúmlega helmingi gjaldeyristekna þjóðarinnar og þrír fjórðu hlutar alls vöruútflutn- ings eru fiskafurðir. Gjaldeyris- tekjurnar standa undir innflutningi og eru því undirstaða hagsældar í landinu. Sjávarútvegurinn hefur þannig fært Islendingum lífskjör sem eru með því besta sem þekkist í heiminum. Án sjávarútvegs væri íslenska þjóðin vafalaust fátæk. Þessi ráðandi staða sjávarútvegs í íslenskum þjóðarbúskap kemur glöggt fram í hagsögunni. Hag- sveiflurnar hér á landi stafa yfirleitt af breytingum í fiskafla og/eða breytingum á verði sjávarafurða erlendis. Þannig má í aðalatriðum skýra helstu samdráttarskeiðin þrjú frá lokum síðari heimsstyrj- aldar með samspili þessara tveggja þátta, það er 1949-1952, 1967- 1969 og árið 1983. Sömuleiðis hafa mestu vaxtaskeiðin átt rætur sínar í sjávarútvegi, svo sem vaxta- skeiðin í upphafi sjötta, sjöunda og áttunda áratugarins. Þetta þekkja auðvitað allir hér. Af þessu má ráða að stjórn efna- hagsmála hefur að verulegu leyti snúist um sveiflur í sjávarútvegi. Þegar illa árar í sjávarútvegi er nauðsynlegt að draga úr þjóðarút- gjöldum, eða á máli stjórnmála- manna — „herða sultarólina". Á hinn bóginn þegar vel árar er til- hneiging til ofþenslu í efnahagslíf- inu og þrenginga í þeim greinum sem eru háðar gengi krónunnar og nutu hvorki framleiðsluaukningar né verðhækkunar afurða. Sjávar- útvegurinn hefur því úrslitaþýð- ingu fyrir þróun efnahagslífsins á hverjum tíma. Markmið efnahagsstefnunnar er auðvitað að ná sem mestum hag- vexti þegar til lengri tíma er litið og draga úr sveiflum í þjóðarbú- skapnum. Ekki verður hér lagt mat á það hvernig stjórnvöldum hefur farist þetta verkefni úr hendi almennt, heldur eingöngu fjallað um hvernig stjórnvöld hafa beitt gengi krónunnar í þessu skyni. Tilhögun gengisákvaröana Gengi íslensku krónunnar er ákveðið af stjórnvöldum. í lögum nr. 36/1986 um Seðlabanka íslands segir: Seðlabankinn ákveður að fengnu sam- þykki ríkisstjórnarinnar verðgildi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldeyri. í lögunum segir jafnframt: Ákvarðandi um gengi íslensku krón- unnar skulu miðast við að halda sem stöðugustu gengi krónunnar og ná jöfnuði í viðskiptum við útlönd en tryggja jafnframt rekstrargrundvöll útflutningsatvinnuvega og samkeppnis- greina. Þegar litið er til reynslunnar leikur lítill vafi á því að afkoma sjávarútvegs hefur ráðið meiru um gengi krónunnar en aðrir þættir. í góðæri í sjávarútvegi hafa stjórn- völd dregið úr hagnaði greinar- innar með því að leyfa launum og innlendum kostnaði að hækka án þess að bæta sjávarútveginum það upp með lækkun á gengi krónunn- ar. Á máli hagfræðinnar hækkar raungengi krónunnar við þessar aðstæður. Þannig njóta launþegar og fyrirtæki sem eru lítið háð gengi krónunnar hagstæðra skil- yrða til sjós. Þegar lengst hefur verið gengið í þessum efnum hafa fyrirtæki í sjávarútveginum í mjög takmörkuðum mæli notið góð- ærisins. í hallæri gerist hið gagnstæða. Gengi krónunnar er lækkað til að viðhalda lágmarksafkomu í sjávar- útvegi — á mæltu máli er talað um að halda sjávarútvegi á núllinu. Samkvæmt þessu breytist afkoma í sjávarútvegi í raun lítið frá einum tíma til annars. Gengis- stefnan felur í sér misháa skatt- lagningu á sjávarútveg eftir skilyrðum í greininni. Auðvitað er þetta töluverð ein- földun á raunveruleikanum. Meðal annars leggja stjórnvöld mismikla áherslu á að beita gengi krónunnar - a.m.k. tímabundið - í baráttunni við verðbólgu. Er þá reynt að draga úr gengisbreytingum þótt verðbólga sé meiri hér á landi en annars staðar með því að gera sérstakar ráðstaf- anir í þágu sjávarútvegsins. Dæmi um slíkar ráðstafanir eru verðbætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.