Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 26

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 26
642 ÆGIR 12/89 verði lesnar á samtengdum rásum Ríkisútvarpsins. Fiskiþing ítrekar enn, vegna fjölda áskorana, að lesnar verði veðurlýsingar allra veðurathugunastöðva. 48. Fiskiþing skorar á Veður- stofu íslands að hlutast til um að komið verði upp sjálfvirkum veðurathugunarbúnaði á Hvallátr- um, vegna mikilvægi veðurathug- ana frá þessum stað fyrir sjófar- endur. 48. Fiskiþing minnir á fyrri sam- þykktir sínar um betri búnað far- símakerfisins, þannig að það nái til skipa á öllum fiskimiðum við landið og komið sé í veg fyrir hlerun. 48. Fiskiþing krefst þess að rannsóknum á sjálfvirkum sleppi- búnaði björgunarbáta verði hraðað og að tryggt verði að ein- göngu viðurkenndur búnaður verði í skipunum. 48. Fiskiþing krefst þess að Sjó- mælingar íslands setji inn á sjókort grynningar og sker u.þ.b. 10.0 sjómílur vestan Dyrhólaeyjar. 48. Fiskiþing felur stjórn Fiski- félagsins að kanna möguleika á því að unnt verði að koma upp búnaði til að ná upp eða færa til skipsflök á hafsbotni. 48. Fiskiþing leggur til að lög- skráningarskylda á báta verði færð niður í 5 tonn. Rekstur skólabátsins Mímis 48. Fiskiþing skorar á Alþingi að leggja fram tuttugu milljónir króna (kr.20.000.000) til reksturs skólabátsins Mímis fyrir árið 1990. Það er menningaratriði að báturinn sé gerður út til rann- sóknar- og fræðslustarfa, svo að hægt sé að kynna unglingum starf- semi sem lýtur að fiskveiðum og almennri sjómennsku. Björgunarþyrla 48. Fiskiþing ítrekar fyrri áskoranir sínar um nauðsyn björg- unarþyrlu og fagnar þeim athug- unum sem nú fara fram á vegum hagsmunaaðila í sjávarútvegi um valkosti um kaup eða leigu á full- kominni björgunarþyrlu og athugun á rekstrarkostnaði. Fyrsta skrefið verði að koma fjárveitingu til undirbúnings málsins inn á fjár- lög næsta árs. Um stöðugleika skipa 48. Fiskiþing treystir því að Sigl- ingamálastofnun ríkisins verði veittar kr. 3.000.000 - þrjár mill- jónir, á fjárlögum næsta árs til þess að halda áfram athugunum á stöðugleika þilfarsbáta. Mengun sjávar 48. Fiskiþing mótmælir harð- lega áformum breskra stjórnvalda um uppsetningu endurvinnslu- stöðvar á kjarnorkuúrgangi í Dounray í Skotlandi. Það er skoðun Fiskiþings að minnstu mistök í slíkri stöð gætu haft skelfi- legustu áhrif á allt lífríki í N-Atl- antshafi. Fiskiþing styður því heilshugar mótmæli íslenskra stjórnvalda. Áhætta vegna slysa af völdum kjarnorkuskipa og af vinnslu kjarnorkuúrgangs verði fyrirbyggð með alþjóðlegum samningum, sem íslendingar beiti sér fyrir. Markaðsmál Fiskiþing tekur undir þau sjón- armið að óeðlilegt sé að úthluta leyfum til útflutnings á ísfiski miðað við reynslu. Þá leggur þingið til að úthlutun leyfa til út- flutnings verði í höndum þriggja manna nefndar. Formaður verði frá LIÚ. Aðrir fulltrúar verði: einn frá Farmanna- og fiskimanna- sambandi og Sjómannasambandi og einn frá Félagi fiskvinnslu- stöðva. Starfsmaður nefndarinnar verði hinn sami og sér um útflutn- ing ísfisks með fiskiskipum og hafi aðsetur hjá LÍÚ. Nefndarmenn taki jafnan fullt tillit til fiskvinnsl- unnar. Um sölumál skreiðar Fiskiþing vekur athygli á því ófremdar ástandi sem ríkir í sölu- málum skreiðar. Þingið beinir því til stjórnvalda, forsvarsmanna framleiðenda og banka að leitað verði leiða til úrbóta í þessum málum hið fyrsta. Þetta yrði best gert með því að aðstoða við sam- einingu tveggja til þriggja stærstu söluaðila í ein sölusamtök sem færu með alla sölu skreiðar og starfaði með líku sniði og SÍF. Greinargerð: Það ætti öllum að vera Ijóst að sölumál skreiðar hafa verið í miklum ólestri undanfarin ár, þar sem söluaðilar hafa hugsað meira um sinn eigin hag, t.d. með undir- boðum. Þetta hefur kostað fram- leiðendur og þjóðina ómælda fjármuni. Því verður að leita allra leiða til þess að binda enda á þetta ófremdarástand. Dagmerking fisks Fiskiþing ítrekar nauðsyn þess að dagmerkja fisk. Nefndin beinir því til fiskkaupenda og fiskmark- aða að sjá til þess að svo verði. Úreldingarsjóður Fiskiþing lýsir sig mótfallið frumvarpi til laga um úreldingu fiskiskipa sem lagt var fram á Alþingi 1989. Sérstaklega því at- riði að úreldingarsjóður eignist veiðiheimildir. Fiskiþing telur að aðilar í sjávarútvegi eigi að ráða þessum málum sjálfir. Þingið leggur áherslu á að hugsanlegar lagabreytingar um úreldingu fiski- skipa verði unnar í samráði við samtök útgerðarmanna. Nauðsynleg endurnýjun fiski- skipa fari þannig fram að sam- bærileg skip komi í stað þeirra sem úrelt eru. Skýrsluskil Skipsstjórnarmönnum veiði-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.