Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 27

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 27
12/89 ÆGIR 643 skipa sem hljóta veiðileyfi í atvinnuskyni skv. 5. gr. draga að frumvarpi til laga um stjórn fisk- veiða, skulu halda sérstakar afla- dagbækur sem ráðuneytið leggur til. Skal með reglugerð kveða nánar á um þær upplýsingar sem skrá skal í afladagbækur, form þeirra og skil til Hafrannsókna- stofnunar. Útgerðarmönnum, skipsstjórn- armönnum og kaupendum afla, svo og umboðsmönnum, útflytj- endum, flutningsaðilum, bönkum og lánastofnunum er skylt að láta Fiskifélagi íslands og ráðuneyti ókeypis í té og í því formi sem óskað er eftir, allar þær upplýs- ingar sem unnt er að láta í té og nauðsynlegar eru taldar vegna eftirlits með framkvæmd laga þessara. í samræmi við lög nr. 55/ 1941 og nr. 10/1983 skal Fiskifé- lag íslands sjá um söfnun og úrvinnslu skýrslna. Um selveiðar Fiskiþing leggur til að selur sé nýttur hér við land á eðlilegan hátt, þannig að hámarksnýtingu fiskstofna verði náð. Vísað er til greinar Erlings Haukssonar í 6. tbl. Ægis 1989. Titringsmælingar fiskiskipa 48. Fiskiþing leggur til við stjórn Fiskifélags íslands að hún athugi möguleika á tækjakaupum fyrir tæknideild félagsins til titringsmæl- inga um borð í fiskiskipum. Greinargerð: Eins og vitað er veldur titringur í skipum oft óþægindum fyrir áhöfn og tjóni á skipi og oft er erfitt að finna og leysa slík mál. Undanfarin misseri hafa mörg mál verið leyst hérlendis með því að fá mann og tæki frá Noregi með ærnum tilkostnaði, því hér- lendis eru ekki til tæki sem henta til þessara hluta. Fiskiþing telur eðlilegt að Tæknideild F.í. veiti slíka þjón- ustu eins og deildin hefur gert mörg undanfarin ár varðandi olíu- eyðslu- og togaflsmælingar. Einnig telur nefndin að þjónusta tækni- deildar skuli verðlögð og skapi þannig tekjur upp í rekstur deild- arinnar. Stjórn útflutnings á ísfiski 48. Fiskiþing álítur að stjórn út- flutnings á ísvörðum fiski skuli vera á einni hendi og bendir í því sambandi á samkomulag, sem gert var í Verðlagsráði sjávarút- vegsins s.l. vetur um aflamiðlun og stjórn á útflutningi á ísvörðum fiski. í því sambandi skuli greiðsla fyrir landaðan afla í gegnum Afla- miðlun vera tryggð. Aflamiðlunin skuli vera staðsett hjá Fiskifélagi íslands. Heimild til löndunar erlendra skipa hérlendis Fiskiþing leggur til að ákvæði í lögum nr. 33 frá 19. júní 1922, sem banna erlendum fiskiskipum að selja afla sinn á íslandi verði breytt þannig að þeim verði heim- iit að selja afla til vinnslu á íslandi. Þó telur 48. Fiskiþing að taka beri tillit til sérhagsmuna íslendinga varðandi fiskstofna sem deilt er um á alþjóðavettvangi. 48. Fiskiþing beinir því til stjórnar Fiskifélagsins að hún hafi frumkvæði að því að lögin verði endursamin og bendir sérstaklega á að ákvæði varðandi eignaraðild útlendinga þurfa endurskoðunar við. Úthlutun aflamarks Sjávarútvegsnefnd tók afstöðu til tillögu frá Hjalta Einarssyni um að hluta aflamarks verði úthlutað á fiskvinnslu. Samþykkt var að öllu aflamarki skuli úthlutað á fiskiskip. Um hvalarannsóknir Fiskiþing leggur til að áfram verði unnið að hvalarannsóknurrf þannig að raunhæft mat fáist sem fyrst, um nýtanleika allra hvala- stofna hér við land. 48. Fiskiþing telur að þegar á næsta ári skuli teknar upp veiðar á hrefnu hér við land í samræmi við eftirfarandi greinargerð: Greinargerð: Eingöngu með eðlilegri nýtingu sjávarspendýra verður viðhaldið nauðsynlegu jafnvægi í lífríki sjávar. Eftir að talning fór fram á hvalastofnum í Norður Atlantshafi hefur komið í Ijós meðal annars að hrefnustofninn er til muna stærri en áður var talið. Þess vegna leggur Fiskiþing til að nýta beri vannýtta stofna sjávarspendýra svo ekki verði raskað æskilegu jafnvægi í lífríki sjávar. jafnframt má benda á að í þeim aflasam- drætti sem verður á næsta ári er nauðsynlegt að fullnýta öll þau tækifæri til fjölgunar atvinnu- möguleika fyrir fiskimenn og auka jafnframt tekjur þjóðarbúsins svo sem framast er kostur. Ef leyft yrði að veiða t.d. 500 hrefnur á næsta ári er sennilegt að af þeim fjölda dýra fengjust um 1250 tonn af kjöti. Útflutningsverðmæti þess gæti numið á næsta ári um 700 — 800 miljónum ísl.króna og er þá varlega áætlað. Þá er ótalinn sá ávinningur sem fram kemur í lífríki sjávar við rétta grisjun hrefnustofnsins, sem eins og kunnugt er lifir á Ijósátu og smáum fiski, sem er uppistaðan í fæðuvali hrefnunnar. Stjórn fiskveiða 48. Fiskiþing samþykkir frum- drög að frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða, dagsett 11. okt. 1989, með eftirfarandi breyting- um: 7. Kvótatímabil Breytingar á 3. grein: „Heildar- aflamark botnfisktegunda fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.