Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 28

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 28
644 ÆGIR 12/89 komandi ár verði ákveðið fyrir 1. ágúst ár hvert." og „Kvótaárið verði frá 1. sept. til 31. ágúst næsta almanaksárs.". Samkvæmt tillögum Fiskiþings skal 3. grein laganna vera á þessa leið: „Sjávarútvegsráðherra skal, að fengnum tillögum Hafrann- sóknastofnunarinnar, ákveða með reglugerð þann heildarafla sem veiða má á ákveðnu tímabili eða vertíð úr einstökum stofnum sjáv- ardýra við Island sem nauðsynlegt er talið að takmarka veiðar á. Heim- ildir til veiða samkvæmt lögum þessum skulu miðast við það magn. Heildaraflamark botnfiskteg- unda fyrir komandi kvótaár skal ákveðið fyrir 1. ágúst ár hvert. Með kvótaári er í lögum þessum átt við tímabilið frá 1. september til 31. ágúst næsta almanaksárs. Ráðherra er heimilt innan ársins að hækka eða lækka heildarafla- mark einstakra botnfisktegunda, þó er óheimilt að breyta heildar- aflamarki þorsks eftir 15. apríl. Heildaraflamark annarra tegunda sjávardýra skal ákveðið með hæfi- legum fyrirvara fyrir upphaf við- komandi vertíðar eða veiðitíma- bils og er ráðherra heimilt að hækka það eða lækka á meðan vertíð eða veiðitímabil varir." 2. Veiting leyfa til nýrra eða nýkeyptra smábáta Breyting á 5. grein: 31. des- ember 1990 verði „31. desember 1989". Út falli það sem eftir stendur af málsgreininni. Útfalli: ... "eða horfiðtil úreld- ingasjóðs fiskiskipa." 5. greinin verði eftir þessar breytingar: „Við veitingu leyfa til veiða í atvinnu- skyni koma til greina þau skip ein sem veiðileyfi fengu skv. 4. og 10. gr. I. nr. 3/1988 um stjórn fisk- veiða og ekki hafa horfið varan- lega úr rekstri. Ennfremur bátar undir 6 brl. sem skráðir eru á skipaskrá hjá Siglingamálastofnun ríkisins 31. desember 1989. Hverfi skip sem á kost á veiði- leyfi, skv. 1. mgr. þessarar grein- ar, varanlega úr rekstri má veita nýju eða nýkeyptu sambærilegu skipi veiðileyfi í þess stað enda hafi veiðiheimildir þess skips er úr rekstri hvarf ekki verið sameinaðar varanlega veiðiheimildum ann- arra skipa." 3. Um sérveiðar Viðbót við 9. grein: „ Sama á við um sérveiðar á tegundum sem eru ekki kvótabundnar, en skipta veruiegu máli í afkomu einstakra landshluta, t.d. steinbít." 9. greinin verði: „Sé fyrirsjáan- legt að verulegar breytingar verði á aflatekjum af veiðum á öðrum tegundum en botnfiski og úthafs- rækju milli ára er ráðherra heimilt að skerða eða auka tímabundið botnfiskaflamark þeirra fiskiskipa sem grunnaflamark hafa í þeirri tegund sem breytingum sætir. Sanria á við um sérveiðar á teg- undum sem eru ekki kvótabundn- ar, en skipta verulegu rnáli í afkomu einstakra landshluta, t.d. steinbít. Veruleg telst breyting í þessu sambandi ef verðmæti við- komandi sérveiðitegundar á föstu verði hefur að mati ráðherra vikið meira en 35% frá meðalaflaverð- mæti síðustu fimm ára. Tímabundin breyting botnt'isk- aflamarks sérveiðiskipa skv. 1. mgr. skal koma til hIuttalIslegrar hækkunar eða lækkunar á botn- fiskveiðiheimildum annarra fisk- veiðiskipa." 4. Um flutning afla milli ára Breytingar á 10. grein: í þriðju málsgrein falli út 10% og í staðinn korni 25%. í fjórðu málsgrein breytist „árs" í „kvótaárs". í sjöttu málsgrein falli út „afli á ákveðnum fisktegundum" og í staðinn komi „Þorsk- og karfa afli". Kvótaskerðing verði 15% við útflutning þeirra tegunda. Eftir breytingar hljóði 10. grein svo: „Heimilt er að veiða allt að 5% umfram úthlutað aflamark af tiltekinni botnfisktegund, enda skerðist aflamark annarra botnfisk- tegunda hlutfallslega miðað við verðmæti samkvæmt ákvörðun ráðuneytis í upphafi árs. Hafi aflamark verið flutt milli skipa skv. 12. gr. flyst heimild til breytinga skv. 1. mgr. frá skipi, sem flutt er af til þess skips sem flutt er til. Heimilt er að flytja allt að 25% af aflamarki hverrar botnfiskteg- undar frá einu ári yfir á næsta ár á eftir en heimild þessi fellur niður nýtist hún ekki á því ári. Þá er og heimilt að veiða allt að 5% umfram aflamark hverrar botnfisktegundar enda dregst sá umframafli frá við úthlutun næsta kvótaárs á eftir. Beita skal skerðingarákvæðum 1. mgr. áður en heimild 3. mgr. er nýtt. Heimild 4. mgr. rýmkar ekki heimildir til breytinga milli fiskteg- unda skv. 1. mgr. Ráðherra getur ákveðið með reglugerð að fiskur undir tiltekinni stærð skuli aðeins að hluta talinn með í aflamarki fiskiskips. Þá getur ráðherra ákveðið að þorsk- og karfaafli, sem fluttur er óunnin á erlendan markað, skuli reikn- aður með allt að 15% álagi þegar metið er hversu miklu af aflamarki eða aflahámarki er náð hverju sinni." 5. Forkaupsréttur sveitarfélaga Viðbót við 11. grein: "Við sölu fiskiskips, sem hefur veiðiheim- ildir samkvæmt lögum þessum, skal viðkomandi sveitastjórn í samráði við aðila í atvinnugrein- inni í viðkomandi sveitarfélagi, hafa forkaupsrétt á jafnréttisgrund- velli."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.