Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 30

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 30
646 ÆGIR 12/89 6. Um kostnað við veiðieftirlit Breytingar á 17. grein: „Gjöld vegna veiðileyfa skulu renna í sér- stakan sjóð á vegum ráðuneytisins í því skyni að standa undir hluta kostnaðar vegna eftirlits með lögum þessum." Og önnur máls- grein 17. greinar falli niður. Eftir breytingar hljóðar 17. gr. þannig: „Gjöld vegna veiðileyfa skulu renna í sérstakan sjóð á vegum ráðuneytisins í því skyni að standa undir hluta kostnaðar vegna eftirlits með lögum þessum. Ráðherra skal í reglugerð ákveða í upphafi hvers árs gjöld vegna einstakra veiðileyfa. Skal við það miðað að gjöldin standi undir hluta af kostnaði við rekstur eftir- litsins en við ákvörðun gjalda skal taka tillit til stærðar og gerðar skips og úthlutaðs aflamarks. Aldrei skal útgerð greiða meira árlega en sem nemur xx krónum miðað við hverja rúmlest fyrir veiðileyfi. Hámarksfjárhæð leyfisgjalds skv. þessari mgr. er grunntala er miðast við byggingarvísitölu í janúar 1991 og breytist í hlutfalli við þær breytingar sem síðar kunna að verða á byggingarvísitölu." 7. Veiðar á vannýttum tegundum Viðbót við 20. grein: „í samráði við hagsmunaaðila" Með viðbótinni hljóðar 20. gr. þannig: „Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. laga nr. 81, 31. maí 1976, með áorðnum breytingum, skulu veiðar með vörpu heimilaðar á vannýttum fisktegundum á ákveðnum svæðum samkvæmt reglum er ráðherra setur í samráði við hagsmunaaðila." 8. Um gildistöku laganna Breyting á 22. grein: 1. janúar 1991 verði: „ 1. september 1990". Eftir breytingu verði 22. grein: „Lög þessi öðlast þegar gildi og komi til framkvæmda 1. septem- ber 1990. Ákvæði er lúta að veiðum á öðrum tegundum sjávar- dýra en botnfiski koma til fram- kvæmda við upphaf fyrstu vertíðar eða veiðitímabils eftir 1. septem- ber 1990." 9. Uppbætur til sóknarmarksskipa og undanþágur v/línuveiða Breyting á ákvæðum til bráða- birgða, Kafli I: „í þriðju málsgrein skuli falla út XX% og koma í staðinn: 40%." Og út falli í þriðju málsgrein: „Auk uppbótar... " út málsgreinina. í stað þess komi: „Afli á línu mánuðina nóv., des., jan., feb., verði áfram að hálfu utan kvóta." Málsgreinin hljóði þannig eftir breytingar: „Fyrir þau fiskiskip sem hafa samanlagt aflamark þessara tegunda undir meðaltali síns sóknarmarksflokks skulu hins- vegar reiknaðar uppbætur á eldra aflamark er nema skulu 40% af þeim mun sem er milli meðaltals sóknarmarksflokksins og afla- marks skipsins. Til aflamarks skips í þessu sambandi telst þó ekki sá hluti aflamarks sem sameinaður hefur verið eldra aflamarki á grundvelli 2. málsliðs 1. mgr. 14. gr. laga nr 3/1988. Þannig reikn- aðri uppbót skal síðan skipt milli einstakra tegunda í aflamarki skipsins í hlutfalli við verðmæti fyrra aflamarks. Afli á línu mánuð- ina nóv., des., jan. og feb., verði áfram að hálfu utan kvóta." 70. Fjölgun heimilda til síldveiða Viðbót við ákvæði til bráða- birgða kafli III.: „Þó skulu þeir síldarbátar sem skiluðu inn síld- veiðileyfum sínum gegn bótum í botnfiskveiðiheimildum, fá að velja hvort þeir vilji endurheimta síldveiðileyfi sín gegn því að skila inn þeim botnfiskveiðiheimildum sem þeir fengu í bætur fyrir síld- veiðileyfin." Ákvæði til bráðabirgða kafli III verður: „Grunnaflamarki til veiða á loðnu, síld og humri skal út- hlutað á grundvelli hlutdeildar viðkomandi skips í heildarút- hlutun á því veiðitímabili eða vertíð sem síðast lauk fyrir gildis- töku laga þessara. Þó skulu þeir síldarbátar sem skiluðu inn síld- veiðileyfum sínum gegn bótum í botnfiskveiðiheimildum, fá að velja hvort þeir vilji endurheimta síldveiðileyfi sín gegn því að skila inn þeim botnfiskveiðiheimildum sem þeir fengu í bætur fyrir síld- veiðileyfin. Grunnaflamarki til svæðisbund- inna veiða á innfjarðarrækju og hörpuskelfiski skal úthlutaö í sam- ræmi við hlutdeild viðkomandi skips í heildarúthlutun á viðkom- andi veiðisvæði á því veiðitímabili sern síðast lauk fyrir gildistöku laga þessara." Um drög að reglugerð um stækkun möskva í belgjum botnvarpa 48. Fiskiþing mótmælir harð- lega framkomnum drögum að reglugerð urn stækkun möskva úr 135 mm í belgjum botnvörpu. Tilraunir sýna að ekki er um mismun á stærð fisks, sem þessar tvær gerðir botnvörpu veiða. Viljurn benda á að rnerkt ýsa skilar sér illa, sem rennir stoðum undir þá skoðun að ýsa þoli ekki að fara í gegnum möskva togveiðarfæra og sé með þessari tillögu verið að auka á hættuna á slíku. Ef þessi breyting nær fram að ganga, er þetta umtalsverður kostnaðarauki fyrir togskip. 48. Fiskiþing beinir því til stjórnar Fiskifélagsins að hún beiti sér fyrir endurskoðun og breyt- ingum á möskvastærðum við botnvörpuveiðar í samræmi við tillögur deilda. Dragnótaveiðar í Faxaflóa 48. Fiskiþing beinir þeim til- mælum til stjórnvalda að tak- mörkun á botnfiskveiðum drag- nótabáta í Faxaflóa verði úr gildi numin enda eigi viðkomandi bátar til þess kvóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.