Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1990, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.1990, Blaðsíða 6
114 ÆGIR 3/90 Sjávarútvegurinn 1989 • Sjávarútvegurinn 1989 Þorsteinn Gíslason, fiskimálastjóri: Sjávarútvegurínn 1989 í þessu hefti Ægis og því næsta gefa nokkrir af forystumönnum útgerðar og fiskiðnaðar stutt yfirlit yfir árið sem leið og ræða ástand og horfur. Við áramót Árið 1989 varð sjötta árið í röð með heildarafla yfir 1.500 þús. lestir. Áætlaður ársafli er 1.521 þús. lestir á móti 1.752 þúsund lestum 1988, en það ár færði íslensku þjóðinni mestan sjávar- afla frá því að fiskveiðar hófust. Tíðarfar var tiltölulega gott og þessvegna góð nýting á veiðitíma. Mjög góð loðnuveiði var á vetrar- vertíðinni í upphafi ársins. Við upphaf loðnuveiða á haustvertíð spáðu bjartsýnismenn nýju afla- meti. Vegna aflabrests veiddust að- eins 56 þúsund lestir af loðnu fyrir áramót og var það 255 þúsund lestum minna en á haustvertíð árið áður. Samkvæmt áætlun minnk- aði botnfiskaflinn milli ára um 0.8%. í þorskveiðinni var sam- drátturinn 6.5%. Ýsuaflinn jókst um 18.9%. Ufsaaflinn jókst um 8.3%. Karfaaflinn minnkaði um 3.3%. Steinbítsaflinn minnkaði 20.6% og skarkolaaflinn minnk- aði um 17.1%. Samkvæmt með- fylgjandi áætlun og samanburðar- töflu um heildarafla sex seinustu ára er ársaflinn því 13.2% minni en árið áður. Tafla 1 Við samanburð milli ára á hrá- efnis- og afurðaverðmætum þá verður verðmæti upp úr sjó um 37.5 milljarðar kr. á móti 30.7 milljörðum 1988 og hefur því auk- ist um 22.1%. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu íslands er útflutnings- verðmæti sjávarafurða (og er þá meðtalið niðurlagt fiskmeti) kr. 58.305.6 milljónir eða 72.8% af heildarverðmæti vöruútflutnings landsmanna sem talinn er vera 80.071.6 milljónir króna. Árið áður vógu sjávarafurðir 73.3% og voru þá 45.2 milljarðar. Þegar litið er til útlits fiskveiða 1990, tillögur fiskifræðinga og á úthlutaðan kvóta, verður að viður- kennast, þrátt fyrir verulegan sam- drátt í veiðum verðmætra botn- fisktegunda, að við íslendingar getum vel við unað miðað við helstu samkeppnisþjóðir okkar bæði fyrir austan okkur og vestan. Þetta minnir okkur samt óneitan- lega á varnarleysi okkar gegn breytingum ytri aðstæðna og hve háð þjóðin í heild er því að ekki verði viðkomubrestur i bestu fiski- stofnum. í desember sl. var ákveðið með reglugerð að afli 1990 úr helstu botnfisktegundum yrði: 1. Þorskur 2. Ýsa 3. Ufsi 4. Karfi 5. Grálúða 260 þús. lestir 65 þús. lestir 90 þús. lestir 80 þús. lestir 30 þús. lestir Vegna sveigjanleika í kvótakerf- inu er talið að heildarþorskafli 3 árinu 1990 geti orðið um 300 þús- tonn og grálúðuuaflinn um 45 þús. tonn. Tvö viðamikil mál sjávarútvegs voru til umfjöllunar á árinu, fisk- veiðistefnan og samskipti við Evrópubandalagið. Hvernig f'l tekst við afgreiðslu þessara mála a eftir að hafa afgerandi áhrif a framtíð útgerðar, búsetu °S afkomu þjóðarinnar í heild. í gildandi lögum um stjórn fisk- veiða 1988-1990 segir að nefnd tilnefnd af þingflokkum og helstu hagsmunaaðilum í sjávarútveg' skulu skila fyrstu tillögum eig1 síðar en haustið 1989 um fyr'r' komulag fiskveiðistjórnar a^ loknum gildistíma nefndra laga. Þegar helstu samtök sjávarút- vegsins héldu ársþing og aðalfund á haustmánuðum lágu fyrir frum- drög frumvarps til laga um stjórn fiskveiða. Þarna komu saman full' trúar allra sem taka þátt 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.