Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1990, Blaðsíða 28

Ægir - 01.03.1990, Blaðsíða 28
136 ÆGIR 3/90 sem rífur með sér öll rokgjörnu bragð- og lyktarefnin. Eftir þessa meðferð er lýsið tilbúið til notk- unar í smjörlíkisiðnaðinum. Flestir kannast nú orðið við hina miklu umræðu um hollustu lýsis og fiskmetis almennt. Sérstaklega hefur verið rætt um hollustu hinna svokölluðu Omega-3 fjölómett- uðu fitusýra. Raunar má rekja til ársins 1956 umræðurnar um holl- ustu búklýsis þegar Bandaríkja- maðurinn Nelson sýndi fram á að lýsi lækkaði kólesterólmagn í blóði. Það var þó ekki fyrr en 1972 að danskir vísindamenn gáfu út niðustöður sínar varðandi rann- sóknir á dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma á Grænlandi. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að orsök hinna lágu tíðni hjarta- sjúkdóma meðal Grænlendinga mætti rekja til neyslu Omega-3 fitusýra gegnum fæðuna. Þessi niðurstaða vakti mikla athygli og hratt af stað skriðu af rannsóknum á orsökum hjarta- og kransæða- sjúkdóma. Fljótlega kom í Ijós að áhrif Omega-3 fitusýranna mátti tengja við prostaglandin starfsemi líkamans en hún hefur m.a. áhrif á ónæmiskerfi líkamans og ýmsa ertingarsjúkdóma eins og liðagigt. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að lýsisinntaka getur hjálpað fólki sem er með liðagigt, asma og jafn- vel psoriasis. Einnig er verið að athuga hvaða áhrif þessar Omega- 3 fitusýrur hafa á miðtaugakerfið sem og vöxt og viðgang mannsins. Öll þessi umræða hefur aukið áhuga matvælaframleiðenda á búklýsi. Vandinn er hins vegar sá að við hersluna eru þessar Omega-3 fitusýrur mettaðar og þar með holIustuáhrif þeirra eyði- lögð. Því stendur lýsisiðnaðurinn á ákveðnum krossgötum, því til þess að geta framleitt búklýsi til manneldis án þess að herða það, verður að auka gæði hrálýsisins og breyta vinnsluaðferðum. Það getur reynst erfitt, sérstaklega ef Helstu lýsisframleiðendur heims 1984-1988 aðstæður í íslenskum fiskmjöls- iðnaði eru hafðar í huga. Það sem helst háir notkun óherts búklýsis til manneldis er hve óstöðugt það er miðað við þær jurtaolíutegundir sem standa til boða. Þótt búið sé að aflykta lýsið vill koma lýsis- bragð aftur við geymslu sem jgerir það ónothæft í flest matvæli. En á undanförnum árum hefur skiln- ingur aukist til muna á hvað beri að varast við framleiðslu og vinnslu lýsisins til að gera það að góðri vöru. Pað sem sérstaklega verður að gæta að er ferskleiki hráefnis og hreinlæti. Ef hráefnið er ekki ferskt er nær öruggt að lýsið verður dökkt og bragðvont og þránar auðveldlega við geymslu. Ekki má heldur blanda saman lélegu og góðu lýsi því aldrei er hægt að gera gott lýsi úr vondu lýsi þótt öllum framleiðslu- brögðum sé beitt. Næsti þáttur er notkun góðra þráavarnarefna. Nauðsynlegt er að setja þráa- varnarefni í lýsið í upphafi og bæta síðan við meðan á vinnslu stendur, sé þess þörf. Einnig er mikilvægt að breyta vinnsluferlum á þá vegu að minnka og stytta alla hitameðhöndlun, auk þess að sja til þess að ekkert sé til staðar sem geti mengað lýsið eða hvatt til þránunar. Ef tekið er tillit til allra þessara þátta er hægt að framleiða óhert lýsi til manneldis. Á undan- förnum árum hefur Lýsi h.f- kannað möguleika á því að fram- leiða óhert loðnulýsi til manneld- is. Hefur fyrirtækið getað nýtt sér þá þekkingu sem það hefur öðlast við framleiðslu og meðhöndlun lifrarlýsis. Eftir nokkurra ára rann- sókna- og þróunarstarf hóf Lýsi hf- sölu á lyktar- og bragðlausu loðnulýsi til niðursuðu. í dag hefur verið flutt töluvert magn af þessu lýsi m.a. til Noregs þar sem það er notað til niðurlagningar í stað jurtaolíu. Hefurvaran líkað vel og er til athugunar að nota þetta lýsi einnig innanlands. Erlendir matvælaframleiðendur hafa einn- ig sýnt mikinn áhuga á að nota þetta bragð- og lyktarlausa loðnu- lýsi. Auk þess að vera yfirleitt ódýrara hráefni en jurtaolíur er það mun hollara vegna Omega-3 fitusýranna sem það inniheldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.