Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1990, Blaðsíða 35

Ægir - 01.03.1990, Blaðsíða 35
3/90 ÆGIR 143 Kassafiskur: Þegar slægður fiskur eða óslægður karfi er ísaður í kassa ' veiðiskipi og fullnægir gæðum í 1. flokki, greiðist 10% hærra verð en að framan greinir, enda sé ekki meira en 60 af fiski ísað í 90 lítra kassa, 45 kg í 70 lítra kassa og til- svarandi fyrir aðrar stærðir af kössum eða körum. Eigi skal gæiða hærra verð (kassabætur) fyrir þann hluta af afla veiði- s^'Ps, sem er í kössum, sem reynast innihalda meira en til- skilda hámarksþyngd samkvæmt sérstöku marktæku þyngd- armati í fiskmóttöku. Þegar óslægður fiskur er ísaður í kör og fullnægir gæðum 1 R flokki, greiðist 5% hærra verð en að framan greinir. Línufiskur: Fyrir slægðan og óslægðan þorsk, ýsu, steinbít, löngu, eilu og grálúðu, sem veitt er á línu og fullnægir gæðum í • flokki, greiðist 10% hæra verð en að framan greinir. Sé ramangreindur línufiskur ísaður í kassa í veiðiskipi greiðist 15% álag í stað 10%. Heirnalöndunarálag: Til viðbótar framangreindu verði skal á hverju eftirtalinna inaabila greiða sérstakt álag á þorsk, ýsu, ufsa, karfa og grálúðu ef meiru en 70% af aflamagni tegundanna er ráð- stafað beint til fiskkaupenda innanlands. Tímabilin eru sem hér segir: a- 1. febrúar til 31. maí t>- 1. júní til 31. ágúst c- 1. september til 30. nóvember Alagið skal þannig fundið að fyrir hvert 1 % umfram 70% a aflamagni veiðiskips af ofangreindum fisktegundum sem ekki er ráðstafið á innlendum eða erlendum fiskmörkuðum skal greiða 0.4% álag á verð fisktegundanna. Álagið skal greitt á allt aflaverðmæti ofangreindra fisktegunda sem fisk- kaupandi kaupir af veiðiskipi. Fiskkaupandi og fiskseljandi skulu í upphafi hvers tíma- bils leitast við að ákveða hve miklum hluta af aflamagni veiðiskips af ofangreindum fisktegundum skuli ráðstafað á innlendum og erlendum fiskmörkuðum annars vegar og beint til fisvinnslu hins vegar. í samræmi við þá ákvörðun skal greiða álagið samhliða greiðslum fyrir aflann, en endanlegt uppgjör álagsins skal þó fara fram í lok hvers ofangreinds tímabils. Ráðstöfun annarra fisktegunda en að ofan greinir hefur ekki áhrif á álagsgreiðslu þessar. Ferskfiskmat: Gæðamat verði eftir samkomulagi aðila. Önnur ákvæði: Við stærðarákvörðun skal mæla eftir miðlínu fisks frá trjónu um sýlingu á sporðblöðkuenda. Öll verð miðast við að fiskurinn sé veginn íslaus og selj- endur afhendi fiskinn aðgreindan eftir tegundum á flutn- ingstæki við skipshlið. Á það skal bent, að æskilegt er að áhafnir veiðiskipa flokki sjálfar aflann eftir stærð áður en hann er afhentur til vinnslu verði slíkri vinnutilhöfun við komið. Fiskur skal veginn af löggiltum vigtarmanni. Reykjavík, 25. febrúar 1990. Verðlagsráð sjávarútvegsins. ÞJÓÐHAGSSTOFNUN vekur athygli á eftirtöldum ritum sínum, sem komið hafa út á árinu 1990: Einkaneysla 1957-1987 í ritinu er að finna ítarlegar upplýsingar um útgjöld heimilanna til einkaneyslu undan- förna þrjá áratugi. Birtar eru tölur um útgjöld á verðlagi hvers árs ásamt magn- og verðvísi- tölum og rakin þróun einstakra undirflokka allt tímabilið. sjávarútvegur 1986-1987 Birtar eru ýmsar tölur um afkomu sjávarútvegs, sérstaklega þessi tvö ár, en einnig fyrri ár til samanburðar. Einnig eru tölur um framleiðslu sjávarafurða, afla og aflaverðmæti yfir langt árabil, hlutdeild sjávarútvegs í þjóðarbúskapnum o.fl. Ársreikningar 1987-1988 í ritinu eru birtar yfirlitstölur úr rekstrar- og efnahagsreikningum 1180 fyrirtækja úr vel- flestum atvinnugreinum árin 1987 og 1988. Um er að ræða sömu fyrirtæki bæði árin og eru Þau flokkuð eftir atvinnugreinum. Ejóðarbúskapurinn Rit þetta er gefið út tvisvar til þrisvar á ári. Þar eru birtar niðurstöður Þjóðhagsstofnunar Urn framvindu efnahagsmála á líðandi ári og spár um hagþróunina næstu misseri. Birtar eru lölur um hagvöxt, verðlagsþróun, utanríkisviðskipti o.fl. ÞJÓÐHAGSSTOFNUN Kalkofnsvegi 1 - 150 Reykjavík Sími: 91-699500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.