Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1990, Blaðsíða 38

Ægir - 01.03.1990, Blaðsíða 38
146 ÆGIR 3/90 fremri brún skutrennu er pokamastur, samtengt síðu- húsum. Hvalbaksþilfar úr áli nær frá stefni aftur að skips- miðju. Aftast á þilfarinu er brú skipsins, einnig úr áli. Á brúarþaki er ratsjár- og Ijósamastur. Vélabúnaður: Aðalvél skipsins er frá MAN B&W Alpha, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkælingu. Vélin tengist niðurfærslu- og skiptiskrúfubúnaði frá Alpha, með innbyggðri kúplingu. Utan um skrúfu er stýrishringur frá Alpha. Tæknilegar upplýsingar (aðalvél með skrúfubúnaði): Cerö vélar 6L 23/30 D-KV Afköst 725 KW við 800 sn/mín Gerð niðurfærslugírs 39KV8 Niðurgírun 3.864:1 Gerð skrúfubúnaðar .. VB 640 Efni í skrúfu NiAI-Brons Blaöaíjöldi 4 Þvermál skrúfu 2400 mm Snúningshraði skrúfu . 207 sn/mín * Stýrishringur Alpha * Skrúfuhraði 191 sn/mín miðað við 739 sn/mín á aðalvél. Á niðurfærslugír eru þrjú aflúttök, eitt fyrir rafal og tvö útkúplanleg fyrir vökvaþrýstidælur vindna, snún- ingshraði 1500 sn/mín við 739 sn/mín í aðalvél. Raf- all er frá Leroy Somer af gerð LSA 46 L7, 156KW (195KVA), 3x380 V, 50Hz. Vökvaþrýstidælur eru frá Abex Denison af gerð T6ED - 052-035 (tvöfaldar) og skila um 395l/mín við 1500 sn/mín og 210 bar þrýst- ing hvor. í skipinu er ein hjálparvél frá Caterpillar af gerð 3306 DIT, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu, sem skilar 161 KW við 1500 sn/mín. Vélin knýr 145 KW (181 KVA), 3x380 V, 50Hz riðstraumsrafal frá Caterpillar af gerð SR4. Auk áðurnefndrar hjálparvélar er Ijósavél frá Hatz, gerð 3M 40H, 20 KW við 1500 sn/mín, sem tengist 27.2 KW (34 KVA), 3x380 V,50Hz riðstraumsrafal frá MECC Alte SPA, álagssvörn við 11.3 KW. Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Scan Steer- ing, gerð MT-3500/85, snúningsvægi 4200 kpm, og tengist stýrishring. Skipið er búið lOOha vökva- knúinni hliðarskrúfu (að framan), frá Alkometal með Volvo vökvaþrýstimótor af gerð F11-250, skrúfa 3ja blaða með föstum skurði, þvermál 730 mm. í skipinu er ein skilvinda frá Alfa Laval af gerðinni MAB-103 fyrir brennsluolíukerfið. Ræsiloftþjöppur eru tvær frá Atlas Copco af gerðinni LT 730, afköst 19 m3/klst við 30 bar þrýsting hvor. Fyrir vélarúm og loft- notkun véla er einn rafdrifinn blásari, afköst 10000 m3/klst. Rafkerfi skipsins er 380 V riðstraumur fyrir mótora og stærri notendur og 220 V riðstraumur til Ijósa og almennrar notkunar í íbúðum. Rafalar eru útbúnir fyrir skammtímasamfösun. Landtenging er í skipinu, 380 V, með 25 KVA landtengispenni. Tankmælikerfi er af gerðinni Vainger 85/201 5 DNSO. Fyrir vélarúm er Halon 1301 slökkvikerfi. íbúðir eru hitaðar upp með miðstöðvarofnum, sem fá varma frá kælivatni aðalvélar í gegnum varmaskipti og 15 KW rafmagnskatli frá Egor. Upphitun á fersk- vatni tengist sama kerfi. íbúðir eru loftræstar með rafdrifnum blásara með hitaelementi, en auk þess eru sogblásarar fyrir snyrtingar. Vinnuþilfar er loftræst með rafdrifnum blásara afköst4500 m3/klst. í skipinu er ferskvatnsþrýstikerfi frá ESPA með 50 I kút. Fyrir vökvaknúinn vindubúnað og hliðarskrúfu er vökvaþrýstikerfi með 2000 I vökvageymi og tveimur áðurnefndum dælum, drifnum af aðalvél um gír. Auk þeirra er ein rafdrifin dæla, Denison T6C-022, drifin af 45 KW rafmótor, sem er varadæla fyrir vindubúnað og fyrir átaksjöfnunarbúnað togvindna. Fyrir losun- arkrana er sambyggð rafknúin vökvadæla. Fyrirfiski- lúgur, skutrennuloku, færibönd o.þ.h. er sjálfstætt vökvaþrýstikerfi frá Landvélum með rafdrifinni dælu, Rexroth 1PV 2V41X/32R þrýstistýrðri dælu, afköst 46 l/mín, knúin af 11 KW mótor. Stýrisvél er búin tveimur rafdrifnum dælum. Fyrir lest og ísklefa er kælikerfi frá Buus Köleteknik. Kæliþjappa er af gerðinni Bock AM-4-466-4-S, kæli- miðill Freon 502. íbúðir: Undir neðra þilfari, í framskipi, eru tveir tveggja manna klefar. í íbúðarrými á neðra þilfari er einn tveggja manna klefi og vélstjóraklefi fremst, og einn tveggja manna klefi b.b.-megin ásamt snyrtingu með salerni og sturtu og þar fyrir aftan er hlífðarfata- og þvottaherbergi með salerni. S.b.-megin aftan við svefnklefa er borðsalur og þar fyrir aftan er eldhús með matvælageymslu. Skipstjóraklefi ásamt stiga- gangi er á efra þilfari, b.b.-megin undir hvalbak. íbúðir eru einangraðar með steinull og klæddar með plasthúðuðum rakaþéttum plötum. Vinnuþilfar: Tvískipt fiskmóttaka, um 20 m3, er aftast á vinnu- þilfari og er fiski hleypt í hana um tvær vökvaknúnar fiskilúgur í efra þilfari. í efri brún skutrennu er vökva- knúin skutrennuloka. Fiskmóttöku er lokað vatnsþétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.