Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1990, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.1990, Blaðsíða 6
170 ÆGIR 4/90 Sjávarútvegurinn 1989 Sjávarútvegurinn 1989 Guðmundur H. Garðarsson: Hraðfrystiiðnaðurinn árið 1989 Árið 1989 var þrátt fyrir ákveðna rekstrarerfiðleika hjá ýmsum frystihúsum mikið upp- gangsár í framleiðslu og útflutn- ingi frystra sjávarafurða. Ekki liggja fyrir endanlegar tölur um heildarframleiðslu ársins, en með útflutningstölur í huga, fer ekki á milli mála að um mikla aukningu hefur verið að ræða. Árið 1989 var mesta útflutningsár frystra sjávarafurða frá íslandi frá upphafi hraðfrystiiðnaðar landsmanna. Útflutningurinn var 190.663 smál. að verðmæti kr. 29.452,0 milljón- ir. Aukning magns var 31.665 smál. og 19.9%, en verðmætis kr. 8.202.0 millj. eða 38,6%. Afskipanir á frystum sjávaraf- urðum gengu vel fyrir sig á árinu og voru birgðir því í lágmarki. Magnaukning, verðhækkanir og gengislækkun krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum löguðu mjög stöðu frystiiðnaðarins í heild eftir því sem á árið leið. Þrátt fyrir það tókst ekki að vinna upp halla fyrri ára né koma landfrystingu í það horf að viðunandi sé. Gengis- hreyfingar á árinu höfðu mikil áhrif til hins betra, en meðalgengi helstu gjaldmiðla, sem hafa mikil áhrif á afkomu hraðfrystiiðnaðar- ins hefur tekið eftirfarandi breyt- ingum 1988-1989: (Sjá töflu) Hraðfrystiiðnaðurinn hefur á undanförnum árum átt í mun harðari samkeppni um fisk til vinnslu við saltfiskvinnslu og út- flutnings á ferskum/ísuðum fiski, en áður fyrr. Þar um ræður m.a. óvenjulega hagstæðar markaðsað- stæður fyrir saltfisk og ísaðan fisk í Evrópu. Þó voru ákveðnir erfið- leikar á helsta markaðnum fyrir frystar sjávarafurðir, (einkum fisk- flök og blokkir) sem er Bandaríkin á árunum 1987 og 1988. Verðlag var að vísu hátt, en það með öðru mætti mikilli andstöðu hjá kaup- endum með þar af leiðandi sam- dráttaráhrifum í sölu og lakari afkomu. Það sem einkenndi árið 1989 var m.a. mikil sókn í sölu til Frakklands, Vestur-Þýskalands og Bretlands, aukin sjófrysting og enn meiri söluaukning til Japan og Austurlanda fjær. Þá var veruleg söluaukning til Bandaríkjanna. Segja má að í árslok 1989 hafi staða hraðfrystiiðnaðarins verið allgóð, þótt einstaka fyrirtæki hafi átt við mikla erfiðleika að stríða. Nýting aflans í frystingu Árið 1989 var afli þorskfisk- tegunda 605.997 smálestir, sem var 40.4% af heildaraflanum. Af þessum afla fóru 308.671 smál- eða 50,9% í frystingu. Var það nokkru minna hvað varðar heild- armagn og hlutdeild frá árinu á undan en þá var magnið 320.603 smál. og hlutdeildin 51,5%. í 1. töflu er yfirlit yfir helstu fisk- tegundir í frystingu 1987—1989. Af heildarmagninu er þorskur 152.437 smál. eða 49,4%. Hlut- deild frystingar í nýtingu þorsks, sem veiddur var árið 1989, var 43,3%, sem var 0,5% hærra en næsta ár á undan. Magnið minnk- aði þó um 8.034 smál. frá 1988 til 1989. Stærri hluti ýsuat'lans fór j frystingu árið 1989 en næsta ár á undan, alls voru það 30.621 smál- og um 5.339 smál. eða 21,1% aukningu að ræða frá árinu 1988. Þá jókst hlutdeild frystingar í ýsu- aflanum úr 47,6% í 49,7%- Umtalsverður samdráttur var 1 karfa í frystingu árið 1989 borið saman við árið á undan. Var um 8.800 smál. eða 14,0% samdrátt að ræða. Heildarmagn karfa 1 frystingu 1989 var um 62.000 smál., sem var svipað og árið 1987. Hlutdeildin lækkaði niður í 68,7%. 1988 1989 Breyting kr. kr. % Bandaríkjadollar 43,32 56,95 + 31,4 Sterlingspund 77,43 92,77 + 19,8 Vestur-Þýska markið 24,55 36,85 + 25,6 Franski frankinn 7,32 9,18 + 24,7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.