Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1990, Blaðsíða 60

Ægir - 01.04.1990, Blaðsíða 60
224 ÆGIR LÖG OG REGLUGERÐIR REGLUGERÐ um meðferð, frágang, geymslu og flutning á unnum ferskum fiski. 1. gr. Sé fiskur hausaður, flattur, falakaður eða unninná annan hátt og ætlaður ferskur til sölu eða verkunar sem ekki er í beinu framhaldi af fyrri vinnslu, skal þess gætt að hann sé vel ísaður eða kældur á annan viðurkenndan hátt frá því hann er veiddur og þar til hann er kominn i hendur kaup- anda eða viðtakanda. Þannig unninn fiskur verður að kom- ast í hendur kaupanda eða viðtakanda á vinnslu- eða dreif- ingarstað eigi síðar en 7 dögum frá því að fiskurinn var veiddur. Aðeins er heimilt að flytja ferskan unninn fisk í umbúðum sem verja hann mengun og tryggja að fyllstu hollustuhátta sé gætt. Við frágang og meðferð skal gæta viðurkenndra vinnubragða. 2. gr. Ríkismat sjávarafurða hefur eftirlit með vinnslu og með- ferð á ferskum unnum fiski og skal tilkynna skrifstofu stofn- unarinnar um útflutning með hæfilegum fyrirvara. í tilkynn- ingunni skal m.a. koma fram hvaða dag fiskurinn var veidd- ur, hvar hannsé unninn og hvernig honum verði komið til kaupanda eða viðtakanda innan settra tímamarka, sbr. 1. gr. Ríkismat sjávarafurða gefur út útflutningsvottorð fyrir 4/90 fiskinn m.a. á grundvelli mats á því hvort hann nái til við- takanda eða kaupanda innan ofangreindra tímamarka. 3. gr. Unninn ferskur fiskur er samkvæmt reglugerð þessari fiskur sem ekki hefur verið verkaður en einungis verið kældur til að lengja geymsluþol hans. Með verkun er átt við aðgerð sem veldur efna- eða eðlis- fræðilegri breytingu á fiskholdinu svo sem hitameðferð, frystingu, söltun eða þurrkun. Fiskur telst vera frystur ef hitastig hans er —20°C eða lægra. , 4- gr. Oheimilt er að flytja eða geyma fisk eða fiskafurðir vio þannig aðstæður að hitastig þeirra í geymslu sé á bilinu — 1°C til — 20°C. 5. gr. Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 53, 30. maí 1984, um Ríkismat sjávar- afurða. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála. 6. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt 23. gr. laga nr. 53, 30. maí 1984, um Ríkismat sjávarafurða. Reglugerð þessi öðlast gildi 9. apríl 1990. jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 109, 2. mars 1990. Sjávarútvegsráðuneytið, 4. apríl 1990. Halldór Ásgrímsson. Árni Kolbeinsson. Síldarútvegsnefnd (SÚN) Garðastræti 37, 101 Reykjavík Pósthólf 610 •Sími 27300•Telex 2027 Telefax 25490 Helztu verkefni: • Markaósleit, sala og útflutningur á öllum tegundum saltsíldar. • Skipulagning síldarsöltunarinnar í þeim tilgangi að nýta sem bezt hina ýmsu og ólíku markaði fyrir allar tegundir og stærðir saltaðrar síldar. • Innkaup, sala, dreifing rekstrarvara saltsíldariðnaðarins. • Rekstur birgðastöðva. Stjórn stofnunarinnar er skipuð 3 fulltrúum frá félögum síldar- saltenda, 1 fulltrúa frá Alþýðusambandi Íslands/Sjómannasam- bandi íslands, 1 fulltrúafrá Landssambandi ísl. útvegsmanna og 3 fulltrúum kjörnum af Alþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.