Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1993, Side 6

Ægir - 01.07.1993, Side 6
lestir af 55 þúsund lesta kvóta Nor- egs í lögsögu íslands. Með sama hætti höfðu íslensk skip heimild til að veiða Í36.500 lestir af 390 þús- und lesta kvóta sínum í lögsögu Jan Mayen. Auk þessara takmark- ana á veiðimagni var norskum stjórnvöldum tilkynnt að aðeins 20 norskum skipum væri heimilt að vera samtímis við loðnuveiðar innan lögsögu íslands og var það í samræmi við fyrri reglur. Veiðar norskra skipa gengu vel í byrjun vertíðar og þegar í júlí náðu þau að veiða bráðabirgðakvótann eða 55 þúsund lestir. Óskuöu Norðmenn |)á eftir heimild til þess að veiða 10 þúsund lestir umfram bráðabirgðakvóta sinn sem kæmi síðan tii frádráttar endanlegum kvóta Noregs. Féllust íslensk og grænlensk stjórnvöld á þessa beiðni Norðmanna og var sam- þykki íslenskra stjórnvalda bundið því skilyrði að veiðar á þessu við- bótarmagni færu fram utan ís- lenskrar fiskveiöilandheigi. Mælingar rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar í ágúst 1992 á magni og útbreiðslu ókynþroska loðnu leiddu í ljós að loðnan var mjög dreifð og myndaði ekki torf- ur. Hafrannsóknastofnunin lagði því til að fellt yröi úr gildi bann við loðnuveiðum sunnan 67°45'N og var það gert í byrjun september. Eftir haustmælingar Hafrann- sóknastofnunarinnar í október 1992 lagði stofnunin til 2. nóvem- ber að heildarkvótinn yrði aukinn um 320 þúsund lestir eða úr 500 þúsund lestum í 820 þúsund lestir. Féllust stjórnvöld í Noregi og Grænlandi á þessa hækkun og í framhaldi af því var heildarkvóti íslensku skipanna aukinn í 639.600 lestir. Þótt loðnuveiðar hafi farið vel af stað í upphafi sumarvertíðar gengu þær treglega lengst af til áramóta. Nóvember var skásti mánuðurinn í veiðunum og gaf hann rétt um 80 þúsund lestir af loðnu. Ástæður þess hve veiðarnar gengu illa voru að loðnan stóð lengstum djúpt og þétti sig lítt. Þá bætti ekki úr skák að veður var lengstum rysjótt. Heildarafli íslensku loðnuskip- anna á sumar- og haustvertíðinni var aðeins rétt um 214 þúsund lestir. Heildarafli norsku loðnu- skipanna varð u.þ.b. 65 þúsund lestir og fékkst sá afli næstum ein- göngu í júlí. Norsk skip voru ekki við veiðar hér frá því í byrjun ágúst til áramóta utan tveggja eða þriggja sem komu hingað í stuttan tíma í nóvember og desember. I júlí og ágúst voru við loðnuveiðar nokkur færeysk skip sem fengiú höfðu veiðiheimildir frá græn- lenskum stjórnvöldum. Heildarafl* færeysku skipanna til áramóta varð 18.154 lestir og þar af fengu þaU 9.786 lestir í fiskveiðilandhelgi ís- lands. Vetrarvertíöin 1993 í janúarmánuöi gengu loðnU' veiðar mjög illa, enda var veð- urofsi með eindæmum allan þann mánuð. Afli íslensku skipanna varð aðeins um 36 þúsund lestir * janúar. Nokkur norsk skip komu hingað til veiða í byrjun janúar en gátu lítið sem ekkert aðhafst vegna veðurs og fóru heim aftur unl miðjan mánuðinn. Ekkert færevsk* skip kom til veiða eftir áramót- ( Hins vegar kom í fyrsta skipf* grænlenskt loðnuskip „Ammas sat", sem áður var Harpa RE-342, til veiða hér við land. Fékk þetta grænlenska skip 988 lestir a loðnu. Var það eini loðnuafli er lendra skipa á þessari vetrarveití eftir áramót. í febrúar lagaðist tíðarfarið og loðnan varð veiðanleg- ^e 11 ^ loðnuveiðar mjög vel þann mánu allan og öfluðust þá rúmlega 30 þúsund lestir. Þann 9. febrúar 1993 lagði Ha rannsóknastofnunin til að heilda kvótinn yrði aukinn um 80 ÞllS und lestir, eða úr 820 þúsund les^ ^ um í 900 þúsund lestir. Eft** stjórnvöld í Noregi og Grænlan ^ höfðu fallist á þessa auhninS^ heildarkvótans gaf ráðuneyti svohljóðandi fréttatiIkyn n' * 1 ^ þann 17. febrúar 1993: „Sjávar^ vegsráðuneytið tilkynnir að he 6 LOÐNUVEIÐAR 1993

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.