Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1993, Blaðsíða 4

Ægir - 01.11.1993, Blaðsíða 4
Þú hefiir sagt að frumvarpið um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða verði ekki lagt fram nema ríkisstjórnin standi öll að málinu og að meirihluti sé fyrir því á Alþingi. Hvemig metur þú líkumar á því að samstaða náist um málið innan ríkisstjómarinnar á nœstunni? „Það er erfitt að segja fyrir um það þegar svona flókið mál er annars vegar. En ég held nú að ítarleg umræða hljóti á endanum ab leiöa rnenn að niðurstöðu. Aðalatriðið er að byggt er á aflamarkskerfinu sem veriö hefur í mótun frá 1984. Þaö er grundvallaratriði. Um það er ekki stór ágreiningur. Ágreiningurinn stendur um lagfæringar á gildandi lögum sem á vissan hátt má segja að séu minni hátt- ar í samanburði við meginregluna sem geng- ið er út frá að verbi fest í sessi. í því ljósi trúi ég ekki öðru en ab menn komi sér saman eft- ir ítarlegar umræður." Viö erum ekki í tímahraki Hve langan tíma gefurðu þessu? „Ég gef þessu þann tíma sem nauðsynleg- ur er. Það er ekkert sem pressar eba þvingar okkur til þess að fara hraðar í þessa vinnu en aðstæður leyfa þannig að við getum þess vegna tekið okkur rúman tíma. Abalatriðið er að komast að niöurstöðu sem heldur. Vib erum ekki í tímahraki." Forystu Alþýðuflokksins mistókst Þykir þér sem Alþýðuflokkurinn hafi komið aftan að þér í þessu máli? „Nei, ég get ekki sagt það. Hins vegar var í vor samkomulag í allri ríkisstjórninni um ab leggja málið fram í þessum búningi. Ég átti von á því þegar breytingar urðu á ríkisstjórn- inni að nýir ráðherrar kæmu inn í stjórnina á þeirri forsendu sem fyrir lá, í þessu máli sem öðrum. Alþýðuflokknum hefur ekki tekist að tryggja það. Ég er ekki að halda því fram að það sé viljandi gert, heldur sé það einungis afleiðing þess að forystu Alþýðuflokksins hef- ur ekki tekist að tryggja að hún gæti staðið vib samkomulagið sem gert var síðastliðið vor og innsiglað var með samþykkt ríkis- stjórnarinnar." Þorstcinn Pálsson sjávarntvegsráðherra seg11 í viðtali við Ægi að hefði hann fengið einn h'° ráða hefðu ýmis atriði frumvarpsins um breyt' ingar á lögum um stjórn fiskveiða verið öðruvrí1 en raun varð á. Hann er heldur ekki í hjcirb1 sínu sáttur við hugmyndina um þróunarsjóf sjávarútvegsins, þótt hann telji hana rétta 1 Ijósi aðstœðna. Hins vegar segir hann þau mál sem nu el deilt um vera minni háttar útfcersluatriði 1 samanburði við þá staðreynd að verið sé dó festa aflamarkskerfið í sessi. Það sé meginnuó ið. Hann krefst þess að hagsmunaaðilar þingmenn sýni ábyrgð og segir aldrei verðé neina sátt um niðurstöðu nema hver og einn v reiðubúinn að horfa á heildarhagsmuni og léÚ‘ eitthvað undan að því er varðar ýtrustu kröfuf Þorsteinn segir vel koma til greina að setjil hámark á aflahlutdeild hvers fyrirtœkis til þeSt> að koma í veg fyrir samþjöppun vcúds. Hann segir menn nota röng hugtök í rók semdum sínum fyrir auðlindaskatti. Þorsteii"1 segir að ef sjávarútvegsfyrirtœki eigi að bofó1 skatt af auðlindum hafsins eigi Coca Colu ció greiða auðlindaskatt af vatninu sem það not1,1 og álverið af rafmagninu. Þorsteinn segir að forystumenn í iðnciði ú sjávarútvegi virðist ekki skilja að hagsmui,,] jiessara tveggja atvinnugreina séu sameiginW' Hann vill semja við Norðmenn um Smugu"il úthafskarfann á Reykjaneshryggnum og nors^ íslenska síldarstofninn í einum pakka. Og hcU,,] vill hefja hvalveiðar, en því aðeins að víðtc^ samstaða sé um Jmð rneðal þjóðarinnar. Þetta eru einungis nokkur atriði af fjöhnó'X um sem ber á góma í ítarlegu viðtali Ægis Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra. Viðtal: Vilhelm G. Kristinsson 458 ÆGIR NÓVEMBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.