Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 6

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 6
„Ef til vill er viðhorfið til öryggismála sjómanna dá- lítið tengt almennu áliti íslendinga á sjómennsku. Hér á landi hefur löngum verið til siðs að líta niður á sjó- mannsstarfið. Menn hafa sagt sem svo: - Efþú stendur þig ekki í skólanum verðurþú bara að fara til sjós. Hins vegar vita það allir sem vilja að sjómennska er hörku- vinna. Hún krefst góðra starfsmanna sem þurfa að vera fœrir í starfi sínu. Því miður hafa öryggismálin setið á hakanum og kröfur til sjómanna íþeim efnum þurfa að vera miklu meiri en raun er á. Slysatölur bera þessa glöggt vitni." Sá sem þetta mœlir er Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna. Skólinn stendur nú á ýmsan hátt á krossgötum í starfi sínu. Þau mál ber á góma í viðtali Ægis við Hilmar, auk ýmissa ann- arra þátta sem varða öryggismál sjómanna. Þú ert svo klár - þú ratar „Ég bendi stundum á að sjómenn hafa látið bjóða sér ýmislegt í gegn- um tíðina sem skömm er frá að segja. Hversu margir skipstjórnarmenn ætli hafi ekki til dæmis rekið sig á, þegar þeir hafa komið að höfnum, að innsiglingarljós hafa ekki logað af einhverjum ástæðum. Síðan hafa ein- hverjir karlar í landi sagt vib þá: - Þú ert nú svo klár og hefur komið hér áður. Þú ratar þetta. - Þetta hafa menn látið bjóða sér. Dettur nokkrum í hug að flugstjóri léti bjóða sér að sagt væri við hann þegar hann væri að koma inn til lendingar: - Ja, það logar nú ekki á öllum ljósunum hér á vellinum, en þú hefur nú komið hérna svo oft áður. Þetta er ekkert vandamál fyrir þig? - Við sjómenn eigum ekki að sætta okkur við annaö en að ströngustu kröfum sé fullnægt í öryggismálum. Og við eigum að gera ýtrustu kröfur til sjálfra okkar hvað allt öryggi áhrærir." Leysti erindrekana af hólmi Slysavarnaskóli sjómanna tók til starfa árið 1985. Hann er að erlendri fyrirmynd og leysti af hólmi erindreka Slysavarnafélagsins sem fóru rnilh verstöðva á landinu og héldu námskeiö í slysavörnum og öryggismálum- Nefnd sem Alþingi skipaði undir forsæti Matthíasar Bjarnasonar, alþing- ismanns og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, bar fram tillögu að stofnun og rekstri skólans. Skólinn er í eigu Slysavarnafélags íslands og var komið á laggirnar að frumkvæði þess og í samvinnu við fjölmargra aðila sem tengjast sjávarútvegi og öryggismálum sjómanna. Fyrstu námskeiðin voru haldin í maí 1985. Þau fóru fram í Slysavarnafélagshúsinu í Reykja- vík og um borð í ýmsum skipum. Síðar á árinu 1985 voru fest kaup a varðskipinu Þór. Skipinu var breytt með nýtt hlutverk í huga og því gefið nafnið Sæbjörg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.