Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 9

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 9
vita. Við stöndum núna frammi fyrir því aö velja á milli stórra og kostnaðarsamra viðgerða á þessu skipi eða að fá nýtt. Það er ekki raunhæft enn sem komið er að færa þessa fræðslu upp á þurrt land. Sjómenn eru dreifðir um land allt og við verðum að eiga möguleika á að koma með fræðsl- una til þeirra. Með nýju hentugu skipi gætum við eflt og bætt skól- ann til mikilla muna." Kostur aö kenna um borö í skipi „Þróunin í öryggismálum sjó- manna er mjög ör um þessar mundir og kröfurnar aukast í sí- fellu, bæði hér á landi og erlendis. Núna er til að mynda verið að vinna að alþjóðlegum kröfum um öryggismál fiskiskipa sem ekki hafa verið til fram að þessu. Kosturinn við kennslu um borð í skipi er ennfremur sá, að þar eru aðstæður svipaðar því sem er í raunveruleik- anum til sjós. Kennslan verður þar af leiðandi árangursríkari. Við finnum mikinn mun á því að kenna um borð eða í landi. Á vet- urna þegar Sæbjörg liggur bundin við bryggju í Reykjavík eru nám- skeiðin haldin í skólastofum. Þarna er mjög mikill munur á." Sœbjörg lœtur illa aö stjórn. „Já, Sæbjörgin liggur bundin á veturna. Ástæðan er sú, að hún lætur afar illa að stjórn. Þetta er tveggja skrúfu skip. Önnur vélin er hins vegar ónýt og það veldur því hve erfitt er að stýra skipinu. Því er ekkert vit í að hreyfa það nema meðan veður eru góö. Við erum nteð skipið á ferðinni frá í maí og ham til loka september." „Nú er áœtlað að þúsund til fimmtán hundruð manns eigi eftir að koma á námskeið. í þeim hópi eru efasemdarmennirnir. Efað þessir efasemdar- menn fengjust til að koma á námskeið, mœtti segja mér að hljóðið í þeim breyttist." i Gamli Herjólfur heföi hentað vel „Að sjálfsögðu er ekkert vit í því að láta smíða skip fyrir Slysavarna- skólann. Við höfum hins vegar verið að svipast um eftir notuðu skipi. Lengi höfðum við augastað á gamla Herjólfi sem hefði verið geysilega hentugur fyrir skólann. Það er ekki spurning að fengjum við skip í líkingu við hann myndi það gerbreyta skólanum til hins betra. Herjólfsdæmið gekk hins vegar ekki upp. Hann var seldur á nærri sjötíu milljónir króna og við gátum ekki keppt við slíkt tilboð." Svipast um eftir ferjuskipi „Það er fullur vilji fyrir því að kaupa skip í stað Sæbjargar og á vegum samgönguráðuneytisins er starfandi nefnd sem hefur verið að svipast um eftir fölu skipi. Mér er engin launung á því að ég tel til að mynda ferjur vera mjög hentugar fyrir starfsemi Slysavarnaskólans. Sölum þeirra má auðveldlega breyta í kennslustofur. Víða er- lendis liggja ferjur verkefnalausar vegna breyttra samgönguhátta og mér þætti ekki ólíklegt að slíkt skip yrði fyrir valinu." Hugsjónamennimir - Hvernig virðast þér viðhorfin vera meðal sjómanna til skólans og þeirrar fræðslu sem þar er veitt? „Fyrstu árin sem skólinn starf- aði komu hingað á námskeið mikl- ir hugsjónamenn og til eru þeir sem hafa komið aftur og aftur. Ég minnist að minnsta kosti þriggja sem hafa komið fjórum sinnum á námskeið. Þetta eru menn sem vita að þeir þurfa á þessari fræðslu að halda og þeir eru að halda þekk- ingu sinni við með því að koma ÆGIR DESEMBER 1993 507

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.