Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 10

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 10
Skólann skortir aöstöðu til slökkvistarfa, en það vandamál er leyst í samvinnu við slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli. aftur og þeir segjast einnig fá eitthvað nýtt út úr hverju námskeiði." Efasemdarmennirnir „Nú er áætlað að þúsund til fimmt- án hundruð manns eigi eftir að koma á námskeið. í þeim hópi eru efasemd- armennirnir. Ef þessir efasemdarmenn fengjust til að koma á námskeið mætti segja mér að hljóðið í þeim breyttist. Sannleikurinn er nefnilega sá, að hingað hafa komið menn sem voru með það á hreinu þegar þeir sett- ust niður að hingað hefðu þeir ekkert að sækja. Akkúrat ekki neitt. Eftir námskeiðið var hljóðið hins vegar breytt. Þá sögöust þeir að vísu hafa komið með neikvæðu hugarfari, en uppgötvað að þeir hefðu haft rangt fyrir sér og þeir myndu nú hvetja þá félaga sína sem ekki hefðu sótt nám- skeið skólans til þess að drífa sig hið allra fyrsta. Það, að menn skipti svona gjörsamlega um skoðun á fjórum dög- um, segir okkur sem við þetta störfum geysilega mikið." Oryggisvitundin fyrir öllu - Skiptir ekki miklu máli að rétt sé unnið úr þeirri fræðslu sem hér er veitt þegar menn eru komnir aftur um borð í skip sín? „Það er auðvitað grundvallaratriði. Námskeiðin skipta að sjálfsögðu engu máli ef öryggisvitundina skortir. Það er ekki hægt að kaupa eitt stykki ör- yggisnámskeið í pakka og slá því síðan föstu að ekkert slys hendi í tíu ár. Hver einasta áhöfn verður að vinna í þessum málurn innanfrá. Samvinnan skiptir öllu og með henni geta menn áorkað miklu og komið öllum öryggis- þáttum um borð í gott lag." Þaö kemur ekkert fyrir mig „Ég kemst ekki hjá því að nefna þann stórhættulega hugsunarhátt sem er allt of algengur meðal íslenskra sjó- manna og best verður lýst með orðun- um: - Það kemur ekkert fyrir mig. - Um borð í mörgum íslenskum skipum er öryggismálum lítið sem ekkert sinnt og aldrei haldnar æfingar." Nýliði kemur um borð „Það er til dæmis allt of algengt þegar nýliði kernur urn borð að hon- um sé einfaldlega sagt að drífa sig út að vinna. Jafnvel þó að menn hafi verið tuttugu eða þrjátíu ár til sjós eru þeir samt nýliðar um borð í skipi sem þeir hafa ekki verið á áður. Þeim er oft og tíðum ekki sýndur nokkur skapað- ur hlutur. Þarna er að sjálfsögðu ekki farið að lögum. Þar fyrir utan ætti auðvitað að vera regla þegar nýr mað- ur kemur á vinnustað að honum sé sýnt umhverfið og hvernig eigi að bera sig að. Það er mikilvægt að nýj- urn starfsmanni þyki hann vera vel- kominn, slíkt fyllir menn öryggistil- finningu. Því miður hafa þessir þættir setið á hakanum um borð í mörgum 508 ÆGIR DESEMBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.