Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 11

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 11
íslenskum skipum. Þetta er þó að breytast, enda full þörf á." Dœmi um nytsemi námskeiöanna - Geturðu nefnt raunveruleg dæmi þess að fræðslan í Slysa- varnaskólanum hafi komið að not- um? „Ég get nefnt fjölmörg dæmi. í sumar er leið fórst Andvari frá Vestmannaeyjum og skipverjarnir fullyrða að fræðslan sem þeir fengu hér hafi skipt sköpum um að þeir björguðust. Slysavarnaskólinn á mjög góða samvinnu við Landhelgisgæsluna og þyrlan leikur stórt hlutverk í öllum námskeiðum skólans. Fyrir nokkru var Kolbeinsey frá Húsavík í siglingu þegar kona skipstjórans slasaðist um borð. Skipverjar fengu þyrlu frá breska flughernum til þess að sækja konuna í mjög slæmu veðri. Þyrlumönnunum þótti ástæða til þess að láta vita af því hingað heim til íslands að þeir hefðu sjaldan séð svo fagmannlega að verki verið við móttöku á þyrlu um borð í nokkru skipi. Slík hand- brögð hefðu þeir aðeins séð hjá at- vinnumönnum í björgunarstörfum eða hermönnum á herskipum. Nýjasta dæmið sem ég nefni er að það var sóttur maður út á Reykjaneshrygg á þyrlu og flug- stjórinn sagði að hann hefði nán- ast engin samskipti þurft að hafa við skipið. Allt gekk eins og í sögu og skipverjar vissu nákvæmlega hvað þeir áttu að gera." Fer glaöur heim „Þessi dæmi má rekja til þeirrar fræðslu sem menn fá hér í skólan- um og mörg fleiri mætti tína til. Þó er það nú svo að við heyrum kannski minnst af þessu. Hins vegar færa þau dæmi sem okkur berast til eyrna okkur heim sanninn um að þessi fræðsla hefur skilað sér til sjómanna og eftir slík- ar fregnir er hægt að fara glaður heim að loknu dagsverki." □ Fiskverkendur og útgerðarmenn ath! Nýtt umhverfisvænt Lytol Hafið hreinlætið og umhverfið í öndvegi, sótthreinsið með umhverfisvænu Lytol. Hentar mjög vel í öll algeng þvottakerfi. Lytol er prófað samkvæmt European Su- spension Test (EST) sem var hannað að tilhlutan Evrópuráðsins. Viðurkennt af R.F. til nota í fiskiðnaði. Bjóðum einnig allar almennar rekstrarvörur til þrifa og þvotta t.d. olíuhreinsa, pappírsvörur, bursta, sköfur o.fl. Toppurinn í hreinsiefnum! Verksmiðjan SÁMUR h/f Vesturvör 11A • 202 Kópavogi ■ Símar: (91)-42090 og 641201 • Fax 91-41866 SÖLUAÐILAR: Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna • Ellingsen • Valgarður Stefánsson, Akureyri • íslenskar sjávarafurðir • Hafsteinn Vilhjálmsson, ísafirði • Austurmat, Reyðarfirði • ísstöðin, Dalvík ÆGIR DESEMBER 1993 509

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.