Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 13

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 13
Meiri áhersla á almennar greinar „Sumum nemendum hættir hins vegar til að slugsa í almennu greinun- um. Þeir geta þó verið duglegir í sér- greinunum og sjá að þetta er eitthvað sem þeir munu nota. Þeim er hins vegar gjarnt að gleyma því að þeir verða kannski í starfi til sjötugs. Og hvað hefur þá gerst? Þá stendur ef til vill lítið eftir af því sem við erum nú að kenna, nema þessi almenni sígiidi grunnur. Auðvitað reynum við hér í skólanum ab fylgja þróuninni eftir eins og við mögulega getum. Við breytum innihaldi áfanga, bætum við tækjum og reynum að spá í hvab framundan er og svo framvegis. En grunnurinn sígildi verður hins vegar alltaf að vera til staðar." Vélvœðing bátaflotans kallaði á menntun - Hver voru tildrögin að stofnun Vélskólans? „Vélvæðing bátaflotans, sem varð um og upp úr aldamótunum, olli því að mjög brýnt var að veita vélstjórum kost á menntun, og svo auðvitað niillilandasiglingar á eimskipum. Danskur vélstjóri, Jessen að nafni, var fenginn frá Kaupmannahöfn árið 1912 til þess að taka að sér kennsiu í sérstakri deild við Stýrimannaskólann. Upp úr þessari deild sprettur síðan Vélskólinn og er hann stofnaður 1915. Sami Jessen verður skólastjóri. Hann átti hins vegar rætur í hinum stóra kaupskipaflota Dana og kennsl- an í skólanum miðaðist mjög mikib viö kaupskiptaflotann og gufuvélarn- ar. Því var það ab Fiskifélag íslands hóf á árinu 1914 að halda námskeið, mótorvélstjóranámskeið, sem sniðin v°ru fyrir litlu bátana sem fyrst í stað voru með glóðarhausmótora, en síðar nteð dísilvélar. Fiskifélagið og Vélskól- inn unnu þannig saman hlib vib hlið að menntun vélstjóra allt fram til árs- ins 1966 að vélskólar yfirtóku kennslu Fiskifélagsins." Rafmagnsfrœöi, kœlitœkni og nýr vélasalur Björgvin Þór rekur síðan fyrir okkur helstu áfangana í sögu Vélskóla ís- lands. „Árið 1935 hefst kennsla í raf- magnsfræði. Þá voru jafnstraumsraf- stöbvar farnar að ryðja sér til rúms í skipum og það kallaði auðvitað á aukna menntun í rafmagnsfræði. Árið 1936 ganga í gildi lög þar sem þess er krafist við inngöngu í skólann að nemendur hafi lokib vélvirkja- námi. Þannig þurftu menn að ljúka fjögurra ára iðnnámi áður en þeir komust inn í skólann. Kennsla í kælitækni hefst árið 1951. Þá hafði nokkru áður verið byrj- að að setja kælibúnað um borð í skip sem krafðist aukinnar þekkingar á þessu sviði. Árið eftir, 1952, er reistur vélasalur við skólann. Hann gjörbreytir allri að- stöbu og æ síðan hefur verið aukið við vélakostinn smátt og smátt." Aösókn eykst meö nýjum lögum „Ný lög um skólann eru sett árið 1966. Með þeim er fellt úr gildi ákvæði þess efnis að menn skuli vera iðnaðarmenn til þess að fá inngöngu í skólann. Ástæba breytinganna var sú, að mjög erfitt var ab fá nýnema inn í skólann vegna þess að það fór eftir atvinnuástandinu í smiðjum og geysi- legur skortur var á menntuðum vél- stjórum í landinu. Mikið var um ab menn störfuðu á undanþágum og eitt- hvað varð að gera. Því var ákvæbinu um iðnnámið kippt út, en í staðinn sett á fót við skólann verknámsdeild eba grunndeild málmiðna. Þannig er tekin hér inn öll iðnfræðsla fyrir vél- „Mörg íslensk fyrirtœki virðast ekki sjá sér hag í því að endurmennta starfsmenn sína og viðhalda og auka þekkingu þeirra." Viðtal: Vilhelm G. Kristinsson. ÆGIR DESEMBER 1993 51 1

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.