Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 14

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 14
Úr vélasal Vélskólans, en þar er þessi gamla skiþsvél. virkjun og hún gerö aö hluta af vélstjóranáminu. Til þess að öðlast fyllstu réttindi urðu menn eftir sem áður að vera orðnir vélvirkjar og taka sinn tíma hjá meistara. Það voru hins vegar ekki inntökuskilyrði lengur. Þar meb var enginn þröskuldur lengur inn í skólann og aðsóknin jókst verulega. Þar meb hófst blómlegt skeið þegar hér var allt yfirfullt af nemend- um. Þetta skeið stóð fram yfir 1980." Áfangakerfi og nýtísku kennslutœkni „Árib 1984 eru enn sett ný lög um skólann. Tekið er upp áfangakerfi og skólinn lengdur um eitt ár. Ástæðurnar voru meðal annars þær ab fjölbrautaskólar voru komnir til sögunnar og nauðsynlegt ab geta met- ið nám sem menn höfðu lokiö annars staðar. Árið 1986 kom vélarrúmshermir í skólann. Vélar- rúmshermir er tölva sem líkir eftir vélarrúmi í skipi. í herminum er unnt að gangsetja vélar, keyra þær, setja inn alls konar gangtruflanir og skapa ýmiss konar að- stæður sem gagnlegt er að glíma við. Hermirinn var endurnýjabur árið 1992 og við erum því nokkuð vel settir hvað þetta áhrærir." Sjálfstœðir skólar „Vélskóli Islands var á sínum tíma móðurskóli fyrir deildir sem starfræktar voru úti á landi. Með lögunum frá 1984 var þessu breytt á þann veg að þessir skólar eru allir sjálfstæðir og miðstýringin fer fram úr menntamálaráðuneytinu. Síðan er starfandi sérstök nefnd sem á ab sjá um að samræma námið milli skól- anna." Vélstjórar eftirsóttir starfsmenn Nemendur í Vélskóla íslands eru nú um 200 talsins og í haust komu í skólann um sextíu nýnemar. Þetta telur Björgvin Þór að sé í góðu samræmi við þarfir þjóðfélagsins. En hvert fara þeir til starfa sem braut- skráðir eru frá skólanum? „Ab loknu fjórba stiginu, sem er hæsta gráðan sem við veitum, eiga flestir eftir einhvern tíma í smibju til þess öðlast fyllstu réttindi. Margir fara í að ljúka Ný kœlitœkjasamstœða, frystiklefinn á bakvið. smiðjutímanum, en sumir fara beint á sjóinn og bíða með smiðjutímann. Þetta er nokkuö misjafnt. Hins vegar hef ég grun um að menn séu ekki til sjós nema að meðaltali fimm til tíu ár. Sumir fara þó aldrei á sjó- inn. Aðrir eru á sjónum alla starfsævina. Þegar menn fara í land ganga þeir í alls kyns tæknistörf. Þeir hafa verib mjög eftirsóttir sem tæknimenn í landi þannig að sú þekking og menntun sem við veitum hér í skól- anum og sú reynsla sem menn öðlast á sjónum virðist nýtast mjög vel í margs konar störfum í landi. Það er að mínum dómi mikill kostur vib vélstjóra- námib hve mikil breidd er í því og ég held ab það se 512 ÆGIR DESEMBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.