Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 17

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 17
SJOFRYSTING SKILAR MESTU Afkoma fiskiskipa 1992 Alls námu tekjur fiskiskipa 10 brl. og stœni tœpum 50 milljörð- um á síðastliðnu ári, þar af námu tekjur af sölu erlendis um 7,5 milljörðum króna. Vergur hagnaður sömu skipa nam utn 8,7 milljörðum króna eða um 17,4% tekna. Árið áður var verg hlut- deild sömu stœrðarflokka svipuð eða 17,6%. í töflum á næstu opnu fer yfirlit yfir afkomu einstakra stærðarflokka á árinu 1992. Besta afkoma er að vanda hjá frysti- skipum og frystitogurum. Frystiskip eru skilgreind hér sem þau skip sem hafa 50% og meira aflaverðmæti vegna frystingar. Aflaverðmæti þeirra hefur verið mun meira en annarra. Af- koma ísfisktogara var verri en árið áður, m.a. vegna minni afla og lægra verðs. Hvað afkomu einstakra báta eft- ir veiðarfærum varðar var afkoma 201-500 brl. báta sem höfðu loðnu-, síldar- og bolfiskkvóta best, en vergur hagnaður þeirra nam að meðaltali um 24%. Afkoma loðnuskipa var einnig góð, en alls nam vergur hagnaður þeirra um 22%. Skýringin er stóraukn- ar loðnuveiðar, en þær jukust um 213% frá árinu áður og verðmæti um 211%. Afkoma 111-200 brl. netabáta var einnig góð. Vergur hagnaður þeirra nam að meðaltali um 19%. Það sem gerir afkomuna eftir fjármagnsliði verri en áður er gengismunur vegna lána sjávarútvegsfyrirtækja. Til dæmis nam fjármagnskostnaður meðalísfisk- togara um 22,6 milljónum króna á ár- inu 1992. Hvað afkomu eftir svæðum varðar var afkoma minni togara á norðursvæði (frystitogarar innifaldir) betri en þeirra á suðursvæði eða 19,2% á móti 15,4%. Afkoma einstakra stærðarflokka á árinu 1992 var sem hér segir: Bátar 10-20 brl.: Úrtak 14,3% báta sýndi um 10% vergan hagnað árið 1992 en Eftir um 16,7% vergan hagnað árið 1991. Friðrik Fribriksson. Afkoma vélbáta og togara fyrir fjármagnsliöi 1992 I I 10-20 21-50 51-110 111-200 201-500 J - I >500 □ Vélbátar □ Togarar Afkoma vélbáta og togara eftir fjármagnsliöi 1992 10-20 21-50 51-110 111-200 201-500 >500 Q Vélbátar □ Togarar ÆGIR DESEMBER 1993 5 1 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.