Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 19

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 19
Heildartekjur bátanna námu um 1,8 milljörðum króna árið 1992 en um 1,9 milljörðum árið áður. Meðaltekjur úrtaksbáta námu um 10,4 milljónum eða 11,6% samdráttur tekna, saman- borið við um 19% árið áður. 21-50 brl.: Úrtak 27 báta sýndi um 12,6% vergan hagnað en 16,3% árið áður. Meðaltekjur úrtaksbáta lækkuðu um 19% á árinu, en útgerðarkostnað- ur um 14%. 51-110 brl.: Alls nam vergur hagn- aður að meðaltali um 14,9% en 12,9% árið áður. Meðaltekjur úrtaksskipa lækkuðu um 3,5% en útgerðarkostn- aður öllu meira eða um 5%. 111-200 brl.: Meðal vergur hagn- aður nam 17,2% árið 1992 en 14,9% árið áður. Meðaltekjur bátanna lækk- uðu um 3,4%. Auk þess dró úr útgerð- arkostnaði eða um 5,3%. 201-500 brl.: Vergur hagnaður jókst og nam 17,3%, en 15,2% árið áður. í þessum flokki eru margir loðnubátar en mikil aukning varð á veiðum þeirra. Alls jukust tekjur þeirra um 15,3%, en útgerðarkostnaður um 13%. Yfir 500 brl.: Alls nam vergur hagnaður um 18,7%, en 14,1% árið áður. Alls hækkuðu meðaltekjur þess- ara báta um 44,5% á árinu en útgerð- arkostnaður um 38,1%. Af yfirliti þessu sést að útgerðarkostnaður hefur dregist meira saman og er vafalaust vissri hagræðingu að þakka í fyrirtækj- um. Þrátt fyrir aflasamdrátt og tekju- samdrátt hefur í mörgum tilvikum af- koma verið betri. ísfisktogarar 201-500 brl.: Afkoma minni ís- fisktogara versnaði nokkuð á árinu. Þannig nam vergur hagnaður þeirra um 14,4%, en um 17% árið áður. ivleðaltekjur þeirra drógust saman um 8,5%, en útgerðarkostnaður um 5.2%. Yfir 500 brl.: Afkoma stóru ísfisk- togaranna batnaði nokkuð frá árinu áður. Meðaltekjur þeirra lækkuðu um 17,3% á árinu, hins vegar lækkaði út- gerðarkostnaður að meðaltali um 20%. Frystiskip Sífellt fleiri skip hafa frystibúnað um borð. Þannig töldust vera 83 skip með einhvers konar frystitæki um borð. Hins vegar voru 60 skip sem frystu 50% eða meira af aflanum. 201-500 brl.: Meðaltekjur þessara skipa hækkuðu um 2,7%, en útgerðar- kostnaður lækkaði um 6,2%. Alls nam vergur hagnaður þessara skipa 21,5%, en 13,3% árið áður. Yfir 500 brl.: Mörg þessara skipa stunda einnig loðnuveiðar. Meðaltekj- ur skipanna lækkuðu um 8%, en út- gerðarkostnaður um 4,2%. Alls nam vergur hagnaður þeirra að meðaltali um 18,7% en 20,8% árið áður. Frystitogarar í þessum flokki teljast frystitogarar þeir sem frysta flök um borð og eru skráðir sem togarar skv. kvótaskrá. í þessum flokki eru einnig togarar sem frysta rækju um borð ef hlutur aflans til frystingar er 50% eða meiri. 201-500 brl.: Afkoma þessara tog- ara var nokkru betri en áriö áður. Alls nam vergur hagnaður að meðaltali um 27,9%, en 25,2% árið áður. Með- altekjur þeirra drógust saman um 10,8%, en útgerðarkostnaður lækkaði hins vegar um 14,5%. Afkomubatinn liggur aðallega í minni útgerðarkostn- aði. Yfir 500 brl.: Meðaltekjur þessara togara lækkuðu um 25.9% en þess skal geta að nokkrir þeirra frystu einnig rækju um borð og setti það svip sinn á afkomuna. Því er saman- burður milli ára ekki raunhæfur. □ Friðrik Friðriksson er hagfrœðingur hjá Fiskifélagi íslands. ÆGIR DESEMBER 1993 5 1 7

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.