Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 27

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 27
furðulegt í ljósi þess að tæpum tveim árum áður, 3. ágúst 1935, sagði sama blað frá upphafi rækjuveiða í ísafjarð- ardjúpi og þar eru Norðmennirnir Simon Olsen og Ole G. Syre taldir upphafsmenn veiðanna. Ekki er þar minnst á Svein Sveinsson. Skylt er að geta þess, eins og Ásgeir Jakobsson gerir, að í ísafjarðarblaðinu Vesturlandi birtist leiðrétting við síð- ari Skutulsgreinina strax á eftir. í leið- réttingunni er sagt frá því að Simon Olsen hafi komið til landsins 1924 með rækjuvörpu og hafið tilraunir til rækjuveiða þá um sumarið en selt Sveini Sveinssyni vörpuna 1928. Telur blaðið að Sveinn hafi það ár reynt nokkrum sinnum fyrir sér með vörp- una með litlum árangri. Veiðitilraunir hafi síðan legið niðri til 1935, en þá hafi þeir Simon Olsen og Ole G. Syre hafið veiðar með bærilegum árangri, en markaöur var hins vegar ekki fyrir hendi. Vib þessa leiðréttingu er tvennt ab athuga: Ole G. Syre er ekki getið í sambandi við veiðitilraunirnar 1924 þótt hans sé getið í Skutulsgreininni frá 1935. Er furðulegt að Ole G. Syre sé ekki minnst í þessu sambandi hafi hann átt það frumkvæði að rækju- veiðum hér vib land sem talið er og álítur Ásgeir Jakobsson að nafn hans hafi af ógát fallið niður, en Syre látið hjá líða að fá það leiðrétt. Sömuleiðis er eftirtektarverð sú frá- sögn að er Simon Olsen kom til lands- ins hafi hann haft með sér rækju- vörpu í farteskinu. Sé svo hlýtur hann að hafa haft einhverjar hugmyndir um að rækju væri hér að finna. Ann- ars hefði hann tæplega tekið með sér rækjuvörpu frá Noregi. Liggur beinast vib að telja að hann hafi haft fréttir af rækju í ísafjarðardjúpi frá Ole G. Syre og telur Ásgeir Jakobsson að svo muni hafa verið. Tveir Norömenn fyrstir Syre hafbi verið búsettur hérlendis frá 1909 en dvaldist í Noregi veturinn 1923-1924. Þrátt fyrir fyrrgreind um- mæli ísafjarðarblaða verður að telja að þeir Simon Olsen og Ole G. Syre hafi staðið fyrir fyrstu rækjuveibitilraunum hér við land og að þær hafi farið fram haustið 1924. Frá þessum ummælum eru þó undantekningar. Fyrrgreind leiðrétting í Vesturlandi getur ekkert um Ole G. Syre og í grein sinni hallast Ásgeir Jakobsson helst að því að um tvær tilraunir hafi verið að ræða: fyrst sumarið 1923 og síðar haustib 1924. Strandsaga Ametu Ekkja Simonar, Magnúsína Olsen, telur hins vegar að Simon hafi fyrst komið til landsins með norska skipinu Ametu, er strandaði hér við land 1925 (12), og getur Jens í Kaldalóni þess í Morgunblaðsgrein sinni. Halldór Her- mannsson telur að Ameta hafi strand- ab við Akranes 1927 og hafi þeir Simon Olsen og Ole G. Syre verið þar skipverjar. Um þessar frásagnir er það að segja ab í bókinni Þrautgóðir á raunastund - Björgunar- og sjóslysa- sögu íslands (12) segir Steinar J. Lúð- víksson frá fyrsta strandi Ametu á þessa leiö: „Um miðjan þriðja áratug aldarinn- ar keypti Juul apótekari á ísafirði flutningaskip frá Grænlandi sem hann hugðist síðan leigja út til strand- flutninga við ísland. Skipið hét Ameta, seglskip með hjálparvél. Var ferð skipsins til íslands allsöguleg. Juul fékk skip til að sækja það til Grænlands og átti að draga það til Reykjavíkur þar sem viðgerðir og lag- færingar áttu að fara fram ábur en skipið hæfi strandferðir. Tókst ekki betur en svo á ferðalagi þessu að Ameta slitnaði aftan úr dráttarskipinu út af Breiðafirði. Tókst ekki að koma Ingvar Hallgrímsson er með magisterspróf í fiskifrœði frá Óslóarháskóla, fiskifrœðingur og fyrrverandi deildarstjóri við Hafrann- sóknastofnun. ÆGIR DESEMBER 1993 5 2 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.