Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1993, Page 30

Ægir - 01.12.1993, Page 30
Myndimar á þessari síöu em teknar úr kvikmynd sem Loftur Guðmundsson gerði um rœkjuveiðar og vinnslu í djúpinu árið 1936. Líkur benda til að hér bogri þeir félagar Ole G. Syre og Simon Olsen við vinnu sína í rækjubáti. Á neðri myndinni er Simon Olsen að innbyrða rœkjunót. Kvikmynd Lofts er í eigu Skjalasafnsins á ísafirði og kann Ægir Jóhanni Hinrikssyni bókaverði þakkir fyrir aðstoð við að koma þessum myndum á prent. álykta að það hafi verið að hans und- irlagi að þeir komu upp vorið 1924, Simon Olsen og Ole Amundsen, enda keypti hann af þeim bátinn sem þeir komu á. Sé það rétt, sem flest bendir til, að Simon Olsen og Ole Amundsen hafi tekið með sér rækjunót þegar þeir komu á Solunder, því þeir og Syre gera tilraunina þetta sama sumar 1924, þá hefur það eflaust verið vegna frásagnar Syre um rækju í Djúpinu og veiðimöguleika þar". Þótt Ásgeir Jakobsson birti fyrr- greint bréf frá Harald Hauge í eftir- mála við grein sína, en Hauge telur eftir minni að fyrsta tilraun til rækju- veiða hafi farið fram 1923, virðist mér sem langflestar heimildir bendi ótví- rætt til þess aö þær hafi farið fram 1924 og að tilvitnuð frásögn Ásgeirs muni í meginatriðum vera rétt. Enn margt á huldu Ekki hefur tekist að afla öruggra heimilda fyrir því hvaöa bátur var gerður út til fyrstu rækjuveiðitilraun- anna. Þeirra virðist ekki getið í ísa- fjarðarblöðum á þessum tíma, en eðli- legast væri að ætla að það hefði verið hinn títtnefndi bátur Hrönn sem Ole G. Syre hafði þá nýkeypt frá Noregi. Hins vegar getur Harald Hauge þess í áðurnefndu bréfi að Hrönn hafi stund- að síldveiðar í ísafjarðardjúpi fyrsta sumarið (þ.e. 1923 samkvæmt bréf- inu), en um haustið hafi Ole G. Syre og Simon Olsen leigt bát af ónafn- greindum íslendingi „í þeim tilgangi að veiða rækju úti á firðinum". Er ekki annað að skilja á bréfinu en að í þess- um fyrsta leiðangri hafi verið fjórir Norðmenn auk íslensks bátseiganda. 528 ÆGIR DESEMBER 1993

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.