Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 35

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 35
HNIGNUN KAUPSKIPAFLOTANS OG FRAMSAL VEIÐIHEIMILDA Annab Vélstjóraþing haldib í Reykjavík Alvarleg þróun atvinnumála farmanna, stjórn fiskveiöa, fé- lags-, menntunar- og kjaramál bar hæst á öbru vélstjóraþingi sem haldiö var 11. til 13. nóvem- ber. Mikil fœkkun íslenskra kaup- skipa í setningarræðu Helga Laxdals formanns Vélstjórafélags íslands kom fram að frá árinu 1983 hefur skipum í íslenska kaupskipaflotan- um fækkað úr 49 í 29. Fyrir tíu árum voru 45 skip undir íslenskum fána, en nú sigla aðeins níu skip af 29 undir þjóðfána íslendinga. Öflug stétt farmanna forsenda sjálfstœöis í ályktun fundarins segir að án utanaðkomandi aðgerða muni sama þróun halda áfram og valda ómældu tjóni fyrir íslenska far- menn og íslenskt samfélag. Öflug farmannastétt sé forsenda sjálf- stæðis eyþjóðar sem nýta verði hafið til 99% flutninga til og frá landinu. Þingið vill að rækilega verði farið yfir þær leiðir sem ná- grannaþjóðirnar hafa valið til þess að tryggja eins og kostur er at- vinnu farmanna í viðkomandi landi. í því sambandi vill þingið að sérstaklega verði litið til Danmerk- ur. Dönum hefur, með alþjóðlegri skipaskrá og sértækum aðgerðum sem felast í eftirgjöf danska ríkisins á sköttum farmanna, tekist að halda að minnsta kosti 90% danskri mönnun á kaupskipum sínum. 800 milljónir frá sjómönnum til útgeröa Helgi Laxdal hélt því fram í setningarræðu sinni að 800 millj- ónir króna hefðu verið fluttar frá sjómönnum til útgerða á síðasta fiskveiðiári vegna kaupa á þorsk- veiðiheimildum. Þetta næmi um 4% af heildartekjum sjómanna og svaraði til lækkunar skiptahlutfalls úr 75% í 72% Annmarkar sniönir af í ályktun annars vélstjóraþings segir að fiskveiðistjórnun sé nauð- synleg við núverandi aðstæður og núgildandi stjórnkerfi sé það skásta sem bjóðist takist að sníða af því þá möguleika sem útgerðar- menn hafi nýtt sér til að velta kostnaði af kaupum veiðiheimilda yfir á sjómenn. Þingið krefst eftir- farandi breytinga: 1. Heimild til að framselja leigu- kvóta verði afnumin nema þeg- ar um er að ræða jöfn skipti á kvóta milli skipa. 2. Heimild til framsals á varanleg- um kvóta verði takmörkuð þannig að endurframsal geti fyrst átt sér stað að fimm árum liðnum frá upphaflegu framsali. 3. Sérstakt ákvæði verði sett til að tryggja að leyfilegur heildarkvóti veiðist innan fiskveiðiársins. □ ÆGIR DESEMBER 1993 5 3 3

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.