Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 37

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 37
NossNQr d Nynsiax Nú þegar íslensk skip, bœði togskip og nótaskip, eru á veiðum í svartasta skammdegi norður í höfum er rétt að minna alla sjómenn á hafísinn og hœttur yfirísingar. Veiðisvœðin ná allt frá ís- röndinni austur afGrœnlandi og austur í Barentshaf, norðan við Noregs- og Rússlands- strendur. Þetta er mikið haf- svœði og þar geisa stundum hörð og válynd vetrarveður. Á vetrarmánuðum getur frostið farið niður fyrir -20°C. Hafsvœði Hafsvæði þar sem mest hætta er á ís og yfirísingu eru á Grænlandssundi, í Norðurhafinu; þ.e. norður af Jan Mayen og vestur af Bjarnarey og Barentshafi suðaustur af Spitzbergen, þar sem hin umtalaða Smuga er; á Nýfundnalands- miðum og og Fagureyjarsundi (Belle Isle). (Sjá kort á næstu síðu.) Hafís Landsins forni fjandi, hafísinn, er oft ískyggilega nærri. Af völdum hafíssins geta og hafa á okkar tímum orðið búsifj- ar og verulegir erfiðleikar við siglingar fyrir Horn og til hafna á Norðurlandi. Fyrir rúmlega 25 árum síðan, árin 1965-1968, var mikill hafís hér við land- ið, hafþök og siglingaleiðir ófærar fyrir öllu Norðurlandi svo vikum skipti. Það varð að fara allt til ársins 1888 til þess að finna meiri ísaár, en á 19. öld lá hafís sjötta hvert ár 3 mánuði eða lengur við strendur landsins. Ágætar yfirlitsmyndir ÆGIR DESEMBER 1993 535

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.