Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 42

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 42
ísing á sívalningi, innfelld skýringannynd sem sýnir hvemig ísing hleðst á lóðrétta sívalninga. Ljósmyndin er tekin á varð- skipinu Hvidbjðmen. Kommandðr J. Grðnbech, Sövœmets Sergentsskole Frederikshavn, Danmörku, þá skipherra á Hvidbjðmen, lánaði myndina. komnu varðskipum Dana (Triton o.fl.) við Grænland, m.a. við gæslu á Dohrnbanka og Grænlandssundi, eru skipin með yfirbyggt, upphitað efra þilfar, en undir þilfarinu eru akkeris- spil, festingarpollar o.fl. Á hliðum eru opnanlegir hlerar eins og eru hér á yf- irbyggðum skipum. Á framþilfari er aðeins ein fallbyssa og lítið sem ekkert sem ísing getur hlaðist á. Með línuritum, sem eru kennd við þýska veðurfræðinginn dr. Hans Otto Mertins og eru birt í Sjómannaalman- akinu (sjá bls. 539), er hægt að spá nokkuð fyrir um yfirísingu skipa og er stuðst við þá meginþætti veðurs sem skapa yfirísingu og hér hafa veriö nefndir. Veðurskilyrði þar sem þessir þrír þættir veðurfars skapa hættulega yfir- ísingu og ofsaveður, sérstaklega á Vestfjarðamiðum, verða þegar mikil hæð er yfir Austur-Grænlandi, en djúp lægð suðvestan úr hafi hreyfist hratt norðaustur yfir landið. Þessar aðstæður valda aftaka norð- austan veðri á Halamiðum og á öllum Vestfjörðum. Frá heimskautasvæðun- um blæs þá ískaldur, norðaustlægur vindur og kaldur sjór, með hitastig rétt um frostmark, flæðir inn á haf- svæðið, vestur og norður af íslandi, inn á Kögurgrunn og Halamið. Sjór- inn rýkur sem mjöll; veðurhæð er oft 10-11 vindstig og særokið nær jafnvel upp í 300-400 metra hæð. Slíku veðri fylgir oftast stórhríð og stórsjór, iðulega einnig íshröngl og rekís. Snjórinn, sjávardrifið og frostið mynda kuldablöndu og hver dropi sem kemur á skipið frýs. Hættuleg yf- irísing myndast á skipum. Þetta getur gerst mjög skyndilega og mikið magn hleðst á skipið á skömmum tíma. í slíku foraðsveðri er skynsamleg- ast, ef þess er nokkur kostur, að sigla strax í var eða í heitari sjó og réttast er að hífa og fara afstað til lands áður en veðrið skellur á. í kjölfar hinna miklu slysa á breska togaraflotanum árið 1955 og 1968 gerðu Bretar merkilegar athuganir á yfirísingu skipa. Eftir slysin var reynt að byggja skipin þannig að þau söfn- uðu sem minnstri yfirísingu á sig, t.d. kom þá þrífótamastur í stað masturs- reiða, þ.e. möstur með stoðum úr rör- um í stað vanta eins og hafði tíðkast allt frá tímum seglskipanna. Þessar athuganir leiddu einnig í ljós 540 ÆGIR DESEMBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.