Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 46

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 46
HRÆRINGAR í SJÁVARÚTVEGI ÚR FÓRUM FISKIMÁLA STJÓRA 1993 Nú árar þannig aö fjöldi fyrirtækja í sjávarútvegi er á barmi galdþrots, önnur hætta rekstri þar sem þau hafa tapað öllu sínu og vilja hætta áöur en þau verða endanlega gjaldþrota. Enn önnur selja eignir, þ.e. þau sem það geta, á markaði sem greiðir varla hrakvirði fyrir eignirnar nema þær sem hægt er að færa úr stað, t.d. skip og búnað. Þau fyrirtæki sem geta þetta ekki fara leið greiðslustöðvunar og nauðasamninga. Sem betur fer eru til fyrirtæki sem eru rekin með einhverj- um hagnaði eða sýna rekstur sem stendur í járnum. Og þetta eru ekki bara stóru fyrirtækin, heldur eru til vel rekin og stöndug lítil fyrirtæki ein- staklinga. Þannig er hægt aö benda á erfiðleika í þessari atvinnugrein og einnig ágætlega rekin fyrirtæki, bæði stór og smá. En hvað skilur þessi fyrirtæki að? Eru það stjórnendur þeirra? Eru það stjórnvöld? Er það kvótinn? Að hluta til eru það allir þessir þættir. Stjórnendur reyna alltaf að taka réttar ákvarðanir fyrir fyrirtæki sín, miðað við þær forsendur sem þeir vita réttastar á hverjum tíma. En for- sendurnar breytast og stjórnvöld eiga ekki hvaö minnstan þátt í því. Ráð- stafanir stjórnvalda geta komið fyrir- tækjunum mjög illa, þar með taldar ákvarðanir um kvóta. En því má ekki gleyma að kvótinn var settur á í fram- haldi af öðru kerfi sem takmarkaði sókn í ákveðna fiskistofna og þá sér- staklega þorskstofninn, þ.e. svokallað skrapdagakerfi eða sóknarmarkskerfi. Það kerfi var þá talið svo gallað að nýtt kerfi var tekið upp, aflamarks- kerfið. Nú eru bráðum liðin tíu ár frá því að kvótakerfi var tekið upp í sinni upphaflegu mynd. Á því kerfi hafa verið gerðar margar breytingar og hef- ur ekki verið sátt um þær allar svo vægt sé til orða tekið. En því má aldrei gleyma að kvótinn var settur á til að vernda fiskinn í sjónum og getur þannig ekki verið annað en til hags- bóta fyrir fyrirtækin þegar til lengdar lætur. Það hefur aldrei þótt góð latína að kenna árinni um áralagið, ef hún er rétt og haganlega smíðuð. En ef árin er úr lagi færð eða brotin vita allir að ekki er hægt að róa. Sú umræða sem nú er í þjóðfélaginu um galla kvóta- kerfisins, eða hvort greiöa eigi gjald fyrir aðgang að auðlindinni, er það hávær að allir þeir sem áhrif og völd hafa í sjávarútvegi okkar íslendinga verða að stjast niður og hlutsta. Eðli- legt væri að hagsmunaaðilar settust með stjórnvöldum og sameiginlega fyndu þeir leið út úr þeim vanda sem íslenskur sjávarútvegur er í nú, hvort heldur hann tengist fiskveiðistjórn- inni á einhvern hátt eða snýr að efna- hagsmálum. Ljóst er að ekki er hægt að skatt- leggja glataða auðlind og ekki er held- ur hægt að setja kvóta á slíka auðlind eða draga úr henni björg í okkar þjóð- arbú. Því hlýtur það að vera höfuð- markmið okkar að vernda fiskistofn- ana og hagnýta þá á sem skynsamleg- astan hátt til langtíma litið. Það er krafa þjóðarinnar að þeir sem fara með fjöregg hennar hafi til að bera þá almennu skynsemi að með- höndla það þannig að það brotni ekki og því er það jafnframt krafa um að almenn sátt geti ríkt meðal þeirra sem falin er umsjón þessa fjöreggs okkar allra á hverjum tím. Bjami Kr. Grímsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.