Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Page 40
254 Tímarit lögfræðinga sæta ákvæðum 8. gi\, og aðrar klausur, sem samkvæmt hæstaréttardóminum hafa sömu verkanir. 2. Ávísun. Sólídarisk ábyrgð (hrd. 12/3). A hafði selt B salt til útgerðar hans 1946 fyrir rúm- lega 20 000 kr. Til greiðslu þessarar skuldar gaf B út á- vísun á hendur C, sem hafði á hendi sölu á fiski B, sem ekki var veðsettur eða andvirði hans. C seldi síðan fisk B, er hann hafði aflað 1946 og afhenti banka andvirðið, rúmlega 126 000 kr. og lét ávísunina fylgja. Bankinn not- aði féð til greiðslu skuldar B við hann vegna útgerðar B 1947. Með því að forráðamönnum bankans var kunnugt um ráðstöfun B á áðurnefndum hluta af andvirði fisksins og fiskurinn eða andvirði hans var ekki veðbundinn bank- anum, var honum talið óheimilt að ráðstafa andvirði fisks- ins í bága við ráðstöfun B samkvæmt ávísuninni, og var því dæmt skylt að greiða A ávísunarfjárhæðina með 6% ársvöxtum. C hafði einnig verið stefnt til greiðslu fjár- hæðarinnar og var hann dæmdur til að greiða hann in solidum með bankanum, með því að C hafði í heimild- arleysi afhent bankanum hana. 3. Grunnleiga. — Lögjöfnun (hrd. 11/6). A og B gerðu grunnleigusamning 1861, sem með breyt- ingu, er gerð var 1911, átti að binda þáverandi og síðari eigendur óákveðinn tíma. Með því að uppsagnarréttur leigusala var þannig takmarkaður og nú óvís, þótti ákvæði hans um leigugjaldið ekki eiga að binda leigusala um ó- fyrirsjáanlegan tíma. Hafi leigusali því rétt á að krefjast með hæfilegum fyrirvara mats á leigunni. Og eftir gildis- töku laga nr. 75/1917, um útmælingar lóða í kaupstöðum, löggiltum kauptúnum o. fl., var leigusali talinn, samkvæmt lögjöfnun frá 2. málsgr. 2. gr. þeirra, eiga heimtingu á mati lóðarleigunnar 10. hvert ár. 4. Vömmerki. Óréttmæt einkenni (hrd. 20/4). Gosdrykkjaverksmiðja notaði flöskur með upphleyptu

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.