Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Síða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Síða 6
190 Timarit lögfrœöinga sceleris). Almennt ákvæði um slíka hluti er í 1. tölul. 1. mgr. 69. gr. Hér er um heimildarákvæði að ræða, og upp- taka því aðeins leyfð, að hluturinn sé í eign manns, sem við brot er riðinn. Til eru mörg sérstök upptökuákvæði, sem hér að lúta, og er þá að jafnaði skylt að gera muni upptæka og án tillits til, hver eigandi þeirra er. Nefna má sem dæmi 1. tölul. 27. gr. laga nr. 30/1941 (fjarskiptatæki, sem smíðuð hafa verið í heimildarleysi), 7. gr. laga nr. 33/1935 (ólöglega bruggað áfengi), 11. gr. laga nr. 24/ 1936 (sviknar matvörur) o. fl. Ákvæði ýmissa fiskveiðilaga um upptöku afla virðast og heyra til þessum floltki. 3. Hlutir, sem orSið hafa andlag brots (corpora delicti). 1 69. gr. eru engin almenn ákvæði um upptöku slíkra hluta, en þeir sæta oft upptöku samkvæmt sérstökum upptöku- ákvæðum. Hér til heyra t. d. ákvæði 36. gr. laga nr. 63/ 1937 um upptöku varnings, sem skotið hefur verið undan tollgreiðslu, ákvæði ýmissa einkasölulaga um upptöku ólög- lega innfluttrar vöru o. s. frv. U. Munir, sem skaðlegir eru eða hættulegir eignum manna eSa heilbrigSi. Til eru í lögum ákvæði um, að slíkir hlutir skuli gerðir upptækir eða óskaðlegir, en ekki hafa alm. hegningarlög nein almenn ákvæði um þetta. Ef eig- andi hefur valdið hættunni með refsiverðu atferli, er upp- taka slíkra muna eðlileg viðurlög auk refsingar, sbr. t. d. 27. gr. laga nr. 65/1933 um farangur, sem sótthætta getur stafað af, 2. mgr. 36. gr. laga nr. 44/1947 um búfénað, sem haldið er á laun, en sýkingarhætta getur stafað af, og 1. gr. laga nr. 15/1948 um dýr, sem flutt eru til landsins í heimildarleysi. öðru máli gegnir, þegar hlutir hafa orðið skaðlegir, án þess að það standi í sambandi við brot af hálfu eiganda. Fyrirmæli laga um, að gera skuli slíkar eignir óskaðlegar, enda þótt eigandi bíði tjón við það, eru aðallega reist á sjónarmiðum um neyðarrétt og ættu því að hafa bótaskyldu í för með sér. Þetta mun þó ekki hafa verið viðurkennt til fulls, fyrr en með 41. gr. laga nr. 44/ 1947, þar sem fullar bætur eftir reglum um eignarnám eru heimilaðar vegna niðurskurðar á búfé í því skyni að hefta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.