Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 34
218 Timarit lögfrœSinga „Þegar litið er til þess, að norski konungsúrskurðurinn frá 12. júlí 1935 brýtur ekki í bág við alþjóðalög, sem Nor- egur er bundinn af, og þess er gætt, að Noregur hef- ur að minnsta kosti sögulegan rétt til allra sjávar- svæða innan þeirra marka, sem nefndur úrskurður kveður á um, þá er þess beiðzt, að dómstóllinn hafni með einum og sama dómi öllum andstæðum kröfum og kveði á um, að sú afmörkun fiskveiðasvæðisins, sem gerð var með norska konungsúrskurðinum frá 12. júlí 1935, fari ekki í bág við alþjóðalög." Munnlegum flutningi málsins, sem hófst 25. september 1951, lauk rúmum mánuði síðar, 29. október, og hafði þá sókn og vörn í málinu tekið alls 24 daga. Dómsniðurstaöan. Dómur í málinu var kveðinn upp 18. desember 1951. Af 15 föstum dómendum tóku aðeins 12 þátt í dómsuppkvaðn- ingunni. Einn hinna föstu dómenda var þá látinn fyrir nokkru og tveir höfðu forfallazt. Eftirtaldir dómendur tóku þátt í dómsuppkvaðningunni: Franski lögfræðingurinn Jules Basdevant, forseti dómsins, Alvarez frá Chile, Bad- awi Pasja frá Egyptalandi, Guerrero frá E1 Salvador, Haclrworth frá Bandaríkjunum, Hsu Mo frá Kína, Klæstad frá Noregi, Sir Arnold McNair frá Bretlandi, J. E. Read frá Kanada, de Visscher frá Belgíu, Winiarski frá Póllandi og Zoricic frá Júgóslavíu. Þessi upptalning ber með sér, hversu fjölbreytt skipan dómstólsins er, þar sem dómendur eru frá stórum ríkjum og smáum og af ýmsum kynþáttum. Dómendur eru kjörnir til níu ára í senn, og er heimilt að endurkjósa þá að loknu kjörtímabili þeirra. 1 stofnskrá dómstólsins er leitazt við að gera dómend- urna sem óháðasta því ríki, sem þeir eru frá, enda eru þeir ekki valdir með hliðsjón af þjóðerni, heldur fyrst og fremst sakir mannkosta, réttsýni og lögfræðilegi'ar þekkingar, sbr. 2. gr. stofnskrárinnar. Það hefur jafnvel komið fyrir, að

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.