Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 51
Fimvi lögfrceöirit 235 ilja tiltekinnar ættar til þess að njóta vaxta af tilteknum g'jafa- eða styrktarsjóði. Ekki verður flokkunin heldur reist á mismunandi ve'rnd réttindanna. Sum hlutaréttindi verði að víkja fyrir kröfu- réttindum, t. d. veðréttindi fyrir sumum kröfum á þrotabú. Framsal fjármálaréttinda lúti og að miklu leyti sömu lög- um, hver sem þau eru. In venjulega flokkun fjármunaréttinda er því eigi talin á nægum rökum reist. Réttarfræðingar hafa skilgreint eignarrétt svo, að í hon- um fælist heimild til forráða á hlutum (sbr. áður) í allar áttir, nema lög eða aðrar heimildir gerðu takmarkanir þar á. Sá, sem fengið hafði heimild til meðferðar eignar í ein- staka átt, t. d. leigutaki, veðhafi o. s. frv., var þá talin hafa takmörkuð hlutaréttindi. Nú er víst, að eigandi inna tak- mörkuðu hlutaréttinda hefur líka heimildir þær (1—5), sem áður getur, auðvitað venjulega innan þeirra marka, sem rétti hans eru sett. Eignarrétturinn, svo sem hann var áður skilgreindur, er þá nefndur beinn eignarréttur, en takmörkuðu réttindin óbeinn eignarréttur. Á Norðuríöndum er aðalmaður kenninga þessara pró- fessor Vinding Kruse, og munu þær hafa fengið mikið fylgi meðal réttarfræðinga, og er prófessor Ólafur Lárusson einn meðal þeirra. Hann hefur og hagað þessu riti sínu samkvæmt því. Hljóta því sumar greiningar hugtaka og efnisskipun að verða allfrábrugðin því, sem áður hefur tíðkazt. Skilgreining á eignum eru t. d. svo, að þær séu „hverskonar sérstakir, ákveðnir ytri munir, sem hagsmun- ir, fjárhagslegir eða andlegir, eru við tengdir, og sem eðli- legt er, af einhverjum þeim ástæðum, sem lögin viður- kenna, að tilheyri ákveðnum aðila, þannig, að honum sé heimilt að ráða yfir þeim sem eiganda." En sá varnagli er sleginn, að orðið munur sé haft í mjög víðtækri merk- ingu, enda taki orðið „fjármunir" yfir öll fjárhagsleg verð- mæti, jafnt líkamleg sem ólíkamleg (bls. 11). Með „ytri“ munum mun vera við það átt, að munirnir, verðmætin, liggi utan við aðiljann, sem þau heyra til. Afla-

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.