Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Blaðsíða 16
10 Tímarit lögfrœöinga varð hrd. dr. Þórður Eyjólfsson, sem vildi láta staðfesta úrskurðinn að niðurstöðu til. 1 forsendum fyrir úrlausn sinni segir hann, að „samkvæmt reglum íslenzks réttar um almenn takmörk eignarréttarins, geta eigendur þeirra refa, sem úr haldi sleppa, ekki haft eignarumráð yfir þeim til frambúðar, er þeir taka að ganga villtir og skaðlegir eign- um manna.“ Með orðunum „almenn takmörk eignarréttar" er vænt- anlega átt við almennar reglur um endalok eignarréttarins, en ekki við þær takmarkanir, sem fólgnar eru í ýmsum tálmunum við neyzlu sumra þeirra réttinda, sem í eignar- réttinum eru almennt talin felast. Stundum eru þessar tálmanir fólgnar í því, að aðili er blátt áfram sviptur eign sinni, svo sem eftir eignarnámsreglum og neyðarréttar. En þá kemur önnur eign í staðinn, endurgjaldið fyrir lög- numda eign eða eign sem eydd er eða spillt samkvæmt neyðarréttarreglum. Dráp alirefs, svo sem hér var, má víst telja neyðarréttarathöfn eða henni skyld, en þar skilur, að veganda slíks refs ber vafalaust ekki að bæta eiganda, sem ref hefur misst úr haldi, refsverðið, með því að eigandi ber sjálfsagt ábyrgð á frelsi refsins. En þar af leiðir ekki, að eigandi refsins, áður en hann slapp, eigi ekki það verð- mæti, sem í refnum felst dauðum. Sá, sem leggur mannýgt naut að velli sér eða öðrum til björgunar, verður ekki sicaðabótaskyldur fyrir það verk, en eigandinn fær þó efalaust skrokkinn. Bæði eiganda refs og nauts ber skylda til þess, að búa svo um, að dýrið vinni ekki tjón. Þeir bera því sjálfir sök á því tjóni eða hættu, sem stafar af því, að dýrið er ekki í nægilega öruggri gæzlu eða, ef þeir eða fólk þeirra gætir þess annars ekki nægilega. Aðrar tálmanir, sem til takmarka eignarréttar eru taldar, varða víst ekki endalok eignarréttar, heldur ýmsar annarskonar hömlur á meðferð eigna, svo sem ýmsar lögmæltar kvaðir eða lög- mælt 'höft á eignum manna vegna hagsmuna alþjóðar og stundum einstakra manna jafnframt. Á þessum reglum mun því naumast verða reist sú niðurstaða, að Björn Páls-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.