Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 32

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Page 32
26 Tímarit lögfrceðinga löggjafinn geti lagt undir sig útgáfuréttinn á íslenzku yfir- ráðásvæði og bannað íslenzkum þegnum hér að nýta hann. En þá ber að sama brunni og áður: Einokun á útgáfurétti allra slíkra rita sem hér greinir er fyrirfram tálmun á prentfrelsi, sem 72. gr. stjórnarskrárinnar á að fyrirgirða. Með því að minnihlutinn taldi ákvæði 2. gr. laga nr. 127/1941 samþýðast ákvæðum stjórnarskrárinnar um prentfrelsi, vildi hann dæma alla ina ákærðu til refsingar samkvæmt 3. gr. laganna, en hann leit þó nokkru mildari augum á brot þeirra, því að sektina vildi hann ákveða kr. 400,00 á hvern. Auk þess vildi minnihlutinn að sjálfsögðu dæma ina ákærðu til greiðslu alls sakarkostnaðar. Rétt er að geta þess, að enginn vafi virðist hafa vaknað í lniga dómendanna um það, að undir dómsvaldið bæri úr- lausn þess, hvort almenn lög færu í bág við ákvæði stjórn- arskrárinnar, og að dómstólar ættu og mættu virða þau ákvæði almennra laga, sem ekki mætti samþýða fyrir- mælum hennar, að vettugi, enda kemur þetta eigi síður ljóslega fram í atkvæði minnihlutans. Er þetta og í sam- ræmi við úrlausnir nokkurra dóma og álit, að minnsta kosti nokkurra, manna, sem um það efni hafa skrifað. Dómur hæstaréttar og sératkvæði minnihlutans er birtur í Hæstaréttardómum XIV. bindi bls. 237—242. E. A. /

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.