Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1953, Side 43
Frá hæstarétti janíiar—október 1952 37 fékk sér jafnframt matarbita. Hélt síðan raldeitt á þing- stað, en kom þangað 10 til 15 mínútum of seint. Hafði málið þá verið lagt í dóm. Krafðist E þess næsta dag, að málið yrði tekið upp vegna forfalla sinna samkvæmt 118. gr. laga nr. 85/1936. Héraðsdómari tók kröfu þessa til greina gegn mótmælum stefnanda, sem taldi E hafa átt að skýra dómara frá ástæðum sínum, er E var kominn heim, enda eytt að óþörfu tíma tii fataskipta og snyrtingar. Hæsti- réttur staðfesti úrskurð héraðsdómara. Farmsamningar (Hrd. XXIII. 25). H/f E tók að sér að flytja fisk fyrir F frá Islandi til Frakklands. Skipið strandaði á Ilúnaflóa 11. apríl 1948, og var ófært til flutningsins eftir það. Samkomulag varð um það 14. s. m., að h/f E flytti fiskinn í öðru skipi til á- kvörðunarstaðar, og var sá flutningur inntur af hendi. F neitaði nú að greiða farmgjald, nema eftir vegalengd (dist- ansefragt). I farmskírteini, sem að vísu var gefið út 14. apríl 1948, eða 3 dögum eftir strandið, var fyrirvari svo- felldur: „All freigths are payable ship lost or not lost.“ Þessi fyrirvari var talinn binda F, sem skipt hafði einnig oft áður við h/f E með þeim hætti, og einnig með þeim hætti, að farmsldrteini væri gefið út fyrst eftir móttöku allra fisksendinga frá F, en svo virðist sem þær hafi ekki verið allar komnar í skipið, þegar það strandaði. Héraðs- dómur dæmdi F því til að greiða farmgjald samkvæmt kröfu h/f E. Fyrir hæstarétti sýnist F hafa stutt kröfu sína við það, að strandið hafi orðið fyrir vangæzlu skips- stjórnarmanna, en hæstiréttur tók þetta ekki til greina, með því að h/f E hefði skilið sig undan ábyrgð að því leyti. Þó að niðurstaða beggja dóma sé rétt og á réttum rökum byggð, þá sýnist sömu niðurstöðu hafa mátt styðja við það, að F samdi fyrirvaralaust, að því er virðist, við h/f E um flutning fisksins í öðru skipi. En það sést reyndar ekki beinlínis, hvort sú málsástæða kom fram í málflutningnum, þótt líklegt sé, að svo hafi verið.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.