Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Qupperneq 36

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Qupperneq 36
9S Tímarit lögfrceöinga. okurl. Loks yrði milligöngumaður væntanlega að endur- greiða oftekna vöxtu, svo sem hann hefði verið lánveit- andi, ef hann skýrir ekki frá því, hver hann hafi verið. Og sama mundi líklega vera, ef lánveitandi greiddi þá ekki. Sýnist jafnvel sem lánveitandi og milligöngumaður ættu að vera ábyrgir um endurgreiðslu in solidum, þar sem þeir eru samsekir í refsiverðum verknaði. Gera mætti sjálfsagt þann hluta okurvaxta, sem milli- göngumaður hefur fengið, upptækan, ef enginn, sem kröfu á til endurheimtu hans, gerir slíka kröfu. Vitanlega hvílir sönnunarbyrðin um ávirðingar milli- göngumanns á ákæruvaldinu í opinberu máli og um endur- heimtu á þeim, sem endurheimtukröfu gerir, eins og sagt var um slíka kröfu á hendur lánardrottni. c. Almennu ákvæðin í II. kafla almennra hegningar- laga um refsiskilyrði taka sjálfsagt til brota samkvæmt 2.—5. gr. okurlaganna. Hins vegar gilda ákvæði 18. gr. hegnl. ekki um þessi brot. En vitanlega kemur til álita notkun 18. gr. per analogiam. Brot þessi verða sjaldan unnin öðruvísi en með vitund um saknæmi þeirra, og er ásetningur þá fyrir hendi. Gáleysi gæti þó átt sér stað hjá aðilja, sem tekur við ólöglegum ávinningi af láns- viðskiptum, sem umboðsmaður hans hefði komið í kring, eða sakir reikningsskekkju. Nú er refsing fyrir brot þessi aliþung, og væri því sennilega ástæða til þess að refsa ekki, nema ásetningur hafi verið fyrir hendi. Hins vegar verða engar hugrænar kröfur gerðar til aðilja um endur- heimtu ólögiegs ávinnings þeim á liendur. Brot er fullframið, þegar lánveitandi hefur ,,áskilið“ óleyfilegan ávinning samkvæmt 2.—5. gr. okurlaganna. Þetta má skilja á tvo vegu. Er það nægilegt til refsingar, að væntanlegur lánveitandi orði það eða setji það láns- skilyrði, að endurgjaldið fyrir lánstraustið sé hærra en lögin leyfa, enda þótt lánbeiðandi gangi ekki að því? Eða vinnur aðili sér fyrst til refsingar, er gagnaðili gengur að þessu skilyrði? Ef fyrri spurningunni er svarað neit- andi, þá hefur væntanlegur lánveitandi aðeins gert tilraun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.