Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 56
118 Tímarit lögfrceðinga. virðist úrlausn Haagdómstólsins 1933 í máli Noregs og Danmerkur ekki hafa veikt trú þeirra á rétti Islands. Til rannsólmar og álitsgerðar um mál þetta var í nóvember 1948 skipuð þriggja manna nefnd lögfræðinga, þeir Gizur Bergsteinsson hæstaréttardómari, Hans Andersen þjóð- réttarfræðingur utanríkisráðuneytisins og Ólafur Jó- hannesson prófessor. G. B. framkvæmdi aðalrannsóknina og skráði álit um málið, sem samnefndarmenn hans athug- uðu síðan og tjáðu sig samþykka niðurstöðum hans. Álitið var í upphafi prentað og birt sem trúnaðarmál, en nú hef- ur það verið opinbert gert, og blöð getið þess og birt ágrip af niðurstöðum. Verður það því nú ekld talið trúnaðar- brot, þótt minnzt sé á það í Tímariti lögfræðinga. II. Álitið er 165 bls. í átta blaða broti. Því er skipt í tvo aðalkafla, réttarsögulegan og þjóðréttarlegan. I réttarsögu- kaflanum er fyrst stutt yfirlit yfir stjórnarskipun inna fornu germönsku þjóðflokka og stjórnarskipun ríkja á Norðurlöndum og Vestureyjum, og síðan kemur örstutt bráðabirgðayfirlit yfir stjórnarskipun Islands. Þá er til- tölulega rækilegt yfirlit yfir landnám á Grænlandi og það, sem vita má um þjóðfélagsskipun þar. Um stjórnarskipun Islands er síðan alllangur kafli, um goðorð, alþingi, dóm- störf þar, lögsögu, lagasetningu, leyfisveitingar og birting- ar. Kemst G. B. - auðvitað - að þeirri niðurstöðu eftir rann- sókn um hver einstök atriði, að Grænlendingar hafi engan þátt tekið í störfum alþingis, og að íslenzkt stjórnvald hafi yfir'höfuð ekki náð til Grænlands. Og er það sama niður- staða sem hver maður hlýtur að komast að við hlutlæga og fræðilega rannsókn heimildarritanna. Ilitt er alkunnugt, að nokkru nánara samband var milli Islands og Grænlands um nokkur atriði, eins og eðlilegt var, þar sem Grænland var numið af íslenzkum mönnum og eingöngu frá Islandi, og Grænlendingar hafa sjálfsagt sniðið þjóðfélagsskipun sína eftir íslenzkri fyrirmynd, svo sem þeir töldu við geta átt. Kemst G. B. auðvitað ekki hjá athugun á ýmsum skýr-

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.