Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 59
Álit um réttarlcröfur til Grœnlcmds. 121 I niðurlagi álits síns segir G. B., er hann hefur ítrekað umsögn sína um gildi úrlausnar Haagdómsins: „Ekki verð- ur s.éð, að Islendingar hefðu unnið nokkurn rétt til Græn- lands, þótt þeir hefðu krafizt þess, er þeir sömdu við Dani 1918, eða gengið inn í mál Norðmanna og Dana fyrir al- þjóðadómstólnum." G. B. endar álit sitt með þessum orðum: „Það eina, sem Islendingar geta gert og þeim ber að gera, er að leitast við eftir milliríkjaleiðum (diplómatiskum leiðum) að öðlast atvinnuréttindi í Grænlandi. Danir standa enn í óbættum sökum við íslendinga fyrir kaupþrælkun á þeim um margra alda skeið. Réttindaveizla á Grænlandi gæti verið þáttur í viðleitni þeirra til að bæta margra alda órétt.“ Bak við álitið liggur mjög mikil vinna, enda er álitið skýrt og röksamlegt, sem vænta mátti, og höfundi til sóma. E. A. ----0---- Gertæki. Ilinn 29. febrúar 1952 (Hrd. XXIII. 85) kvað hæstirétt- ur upp dóm í innsetningarmáli aðiljanna G og M. Dóms- orð og rökstuðningur þess er tvímælalaust réttur. En í íorsendum dómsins er athugasemd, sem sýnist vera óþörf til rökstuðnings niðurstöðu dómstólsins, en þó svo vaxin, að ástæða er til þess að gera við hana nokkrar athuga- semdir. Svo var mál með vexti, að M liafði selt G á leigu íbúð í húsi sínu við R-mel. Hinn 9. febrúar 1950 sagði M G upp leigumálanum, og skyldi G samkvæmt uppsögninni rýma húsnæðið 14. maí næstan á eftir. Með bréfi 22. s. m. mót- mælti umboðsmaður G uppsögninni, en kvað G þó áreiðan- lega mundu rýma húsnæðið, jafnskjótt sem hann fengi annað húsnæði. G hélt íbúðinni, þar til er hann 29. okt. s. á. fluttist á brott úr húsnæðinu með fjölskyldu sína og hús-

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.