Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 4
130 Tlmarit lögfrœöinga. ið til dómstóla, t. d. um aðild, málshöfðunarfrest, rétt dóm- ara til að hreyfa við stjórnvalds ákvörðun o. fl. o. fl. Skráð lög leysa, enn sem komið er, úr fæstum þessara spurninga. Hér verður samt elcki rætt um það efni. 1 því, sem hér fer á eftir, verður eingöngu fjallað um málskot á sviði stjórn- sýslunnar, þ. e. svokallaða stjórnlega kæru. En með stjórn- legri kæru er átt við áfrýjun stjórngernings eða annarar ákvörðunar stjórnvalds til æðra setts stjórnsýsluhafa.1) Heimilt er stundum að kæra stjórnvalds ákvörðun til þess stjórnvalds, er að henni liefur staðið, sbr. t. d. 37. gr. 1. 6/1935, 22. gr. 1. 66/1945 og 20. gr. 1. 80/1942. Hér verð- ur ekki rætt um slíka kæru, heldur einungis um málskot til æðra stjórnvalds. En þegar fjallað er um kæru og kæru- rétt á sviði stjórnsýslunnar, er rétt að hafa í huga hina víðtæku málskotsheimild til dómstóla. Þess vegna hefur verið minnt á það atriði hér í upphafi. Um áfrýjun og kæru dómsathafna eru almennar reglur í settum lögum, sbr. einkum XV kafla 1. 85/1936, XXI og XXII kafla 1. 27/1951 og 1. 112/1935. Um kæru á sviði stjórnsýslunnar eru ekki hliðstæðar reglur, enda er þar auðvitað ólíku saman að jafna í ýmsu tilliti. Að stjórnlegri kæru er aðeins vikið í löggjöfinni á víð og dreif í sam- bandi við ýmis konar efnisreglur. Þau lagaákvæði ná oftast skammt, að því er varðar kæru, og láta ósvarað mörgum þeim spurningum, sem hljóta að vakna í sambandi við mál- skot til æðra stjórnvalds. Því meiri spurning verður auð- vitað, hverjar reglur gildi um þetta efni — stjórnlega kæru — þar, sem sett lög geyma alls engin ákvæði um það réttaratriði, hvorki um kæruréttinn né annað. Hér á eftir verður kannað, hverjar reglur gildi að íslenzkum stjórnar- farsrétti um ýmis atriði varðandi stjórnlega kæru. II. Stjórnleg kæra á oftlega stoð í skráðum réttarreglum, bæði í lögum í stjórnskipulegri merkingu og í almennum 1) St.iórnloa kæra cr hír notuS um þaO réttaratriði, som á Norður- iandamálum er ncfnt „administrativ rokurs", eða „bcsvár".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.