Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 20
146 Tlmarít lögfrœöinga. legum almanna hagsmunum væri teflt í tvísýnu með frestun. Það fer þannig nokkuð eftir aðstæðum hverju sinni, hverjar verkanir málskot til æðra stjórnvalds hefur. En eins og áður er sagt, sýnist höfuðregla íslenzks réttar vera sú, að löglíkur teljist fyrir því, að stjórnleg kæra hafi ekki frestandi verkanir. VII Oft getur stjórnvald, sem að ákvörðun stendur, kallað aftur ákvörðun sína eða breytt henni. Sú heimild er al- mennt óháð kærurétti og stjórnlegri kæru. Stjórnvald get- ur því sennilega kallað aftur ákvörðun sína, sem þegar hefur verið kærð til æðra stjórnsýsluhafa. Kæran mun þannig yfirleitt ekki skipta máli um afturköllunarheimild, þav sem slík heimild er á annað borð fyrir hendi. Þetta getur þó stundum verið álitamál, og vera má, að sérstök lagaákvæði bendi í sumum tilvikum til hins gagnstæða. Helzt kann að leika vafi á um þetta efni í þeim tilvikum, þar sem skráð lög geyma ýtarlegar og sundurliðaðar reglur um stjórnlega kæru. VIII Venjulega verða aðeins endanlegar ákvarðanir stjórn- valds kærðar. Þær endanlegu ákvarðanir geta bæði verið um efni máls og form. Ákvarðanir, sem aðeins lúta að undirbúningi stjórngerninga, verða hins vegar að jafnaði ekki kærðar einar út af fyrir sig. Málskot til æðra stjórnvalds þarf ekki að vera í sérstöku formi. Sennilega væri því æðra stjórnvaldi heimilt að taka ákvörðun lægra setts stjórnarvalds til endurskoðunar sam- kvæmt munnlegri kæru, jafnvel þótt það gæti ekki látið þann stjórngerning til sín taka af sjálfsdáðum. Þetta gildir auðvitað því aðeins, að ekki sé á annan veg mælt í lögum. Líklega gæti kærandi snúið sér munnlega til æðra stjórn- valds og kært málið fyrir því, og síðan, ef það vildi sinna málinu, fengið lægra setta stjórnvaldið til að senda því málsgögnin, sbr. hrd. XI bls. 211 (bæjarþingsdóminn.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.