Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 31
Málskot til ceöra stjórnvalds. 157 einstaka falli, heldur hefur og almenn varnaðaráhrif. Má sízt af öllu vanmeta þau almennu áhrif. En þau áhrif njóta sín vafalaust betur, ef kæran er byggð á skýrum og skráð- um lagareglum. Að þessu athuguðu — og með tilliti til þess, er áður greinir um venjulega dómgæzlu á þessu sviði — verður að telja þörf á réttaratriðinu stjórnlegri kæru, a. m. k. á sumum sviðum stjórnsýslu. Jafnframt verður að telja æskilegt, að handhafar lagasetningarvalds láti þetta réttaratriði meir til sín taka en þeir hafa gert liingað til. Þegar lög skal setja um þetta efni, koma vitaskuld mörg atriði og mismunandi leiðir til álita. Að ýmsum slíkum atriðum, sem löggjafinn þarf að taka afstöðu til, er vikið á sínum stöðum hér að framan. Sú greinargerð cr þó auð- vitað alls ekki tæmandi. Vilji löggjafinn láta sig mái þessi meiru skipta en hingað til, er um tvær leiðir að velja. Löggjafinn getur sett heild- arlög — lagabálk — um stjórnlega kæru almennt. Þá leið virðast Finnar hafa farið.1) En löggjafinn getur líka valið þá leið, að setja löggjöf um stjórnlega kæru á sérstökum sviðum, þar sem einkum er talin þörf á málskotsheimild. Löggjafinn getur sett á stofn almenn kæru- eða áfrýjunar- stig, hvort sem þau nefndust stjórngæzludómar, stjórn- gæzluráð eða eittlivað annað, og hvernig sem þau stjórnar- stig væru að öðru leyti skipuð. En til þeirra ætti þá að mega skjóta stjórnvalds ákvörðunum almennt, nema þær væru sérstaklega skildar undan. Líka mætti fara þá leið, að lög- leiða sérstök kærustig fyrir hverja stjórnsýslugrein út af fyrir sig. Hér skal ekki að þessu sinni tekin nein afstaða til þessara ólíku leiða, né heldur til annarra þcirra spurn- inga, sem hljóta að vakna í sambandi við ýtarlega laga- setningu um stjórnlega kæru. Markmið þessarar ritgerðar er fyrst og fremst það að gera nokkra grein fyrir þeim reglum, sem ætla má, að nú gildi hér á landi um málskot Sbr. Aarne Rekola i umrœðum A norrmna lögfræðinEamótinu 1952, bls. 247. Skýrir hann frá þvi, að ný iög liafi vcrið sett um þetta efni 24. marz 1950. Sjá og Merikoski II bls. 118 og áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.