Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 36
1G2 Tímarit lögfrœöinga. orðsbinda fésektir fyrir hegningarlagabrot og refsivist allt að tveggja ára varðhaldi og eins árs fangelsi. Þetta sýnir, að fyrirkomulag þetta og þróun þess öll er reist á þeim grundvelli, að refsingu skuli ekki beitt, þegar þess er ekki nauðsyn, hvorki með tilliti til aimennrar löghlýðni borgaranna né síðari breytni brotamannsins sjálfs. Skilorðsbundnir dómar eru einkum með tvennu móti í hinum ýmsu löndum, og mætti nefna þetta tvennskonar fyrirkomulag dómsfrestun og refsifrestun. Dómsfrestunin er einkum í því fólgin, að dómarinn tiltekur enga refsingu í niðurstöðu sinni, en metur, hvort sökunautur hefur gerzt brotlegur. Dómarinn setur honum viss skilyrði, og ef þau verða haldin, verður refsing aldrei ákveðin. Verði skil- yrðin hinsvegar rofin, verður refsingin ákveðin í dómi. Þessar reglur gilda einkum í enskumælandi löndum og eru því oft nefndar ensk-ameríska reglan. Hin reglan, refsi- frestunin, hefir aftur á móti rutt sér til rúms á megin- landi Evrópu og er því oft nefnd meginlandsreglan. Það er hún, sem hefir mótað okicar löggjöf. Samkvæmt henni er dómur felldur og refsing ákveðin með venjulegum hætti, en ákveðið að fullnustu refsingarinnar skuli frestað og hún niður falla að ákveðnum tíma liðnum, ef vissum skil- yrðum er fullnægt. Yfirleitt hefir það allsstaðar verið reglan, þar sem skil- orðsbundnir dómar hafa verið lögleiddir, að láta þá einkum ná til ungra brotamanna og minni háttar brota, bæði um eðli brota og þyngd refsinga. Notkun skilorðsbundinna dóma mun allsstaðar hafa aukizt frá því tekið var að beita þeim, skilyrðin til beitingar þeirra verið rýmkuð mjög, bæði varðandi brotamennina sjálfa og mikilvægi brotanna, eins og áður segir. Eftir þennan lauslega inngang skulum við nú athuga íslenzku löggjöfina um skilorðsbundna refsidóma, eins og hún iiefir verið og er, einkum áðurnefnd lög frá 1907 og VI. kafla núgildandi hegningarlaga. Mcginefni laganna frá 1907 um skilorðsbundna hegn- ingardóma er á þá lund, að sé maður dæmdur samkvæmt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.