Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 54
180 Tímarit lögfrœöítiga. 1 íslenzkum lögum eru naumast mjög fá ákvæði, sem með réttu má nefna því nafni, og sum í tiltölulega nýjum lögum. Skal hér nefna fáein dæmi. 1. Samkvæmt lögum nr. 39/1921 um stofnun og slit hjú- skapar, 14. gr., er bannað að gefa saman í hjónaband mann og afkvæmi bróður hans eða systur, nema leyfi stjórnar- ráðs (nú dómsmálaráðherra) komi til. Maður má því ekki Ieyfislaust eiga bróðurdóttur eða bróðurdótturdóttur sína. Leyfis yrði væntanlega aldrei synjað vegna skyldleikans eins, enda væri slík synjun nú á dögum sæmilega þýðingar- laus, með því að aðiljar gætu samt búið saman, eins og hjón, án þess að stjórnvöld gætu bannað það eða dómstólar dæmt refsingu fyrir það. önnur var öldin, meðan slík sambúð var „hneykslanleg" og gat varðað refsingu. Eina ráðið til þess að varna slíkum aðiljum sambúðar, væri að svipta þá sjálfræði og setja þá svo í gæzlu. Afkynjun eða vönun mætti vitanlega nota, ef lögmælt skilyrði eru til þess, sbr. nú lög nr. 16/1938 5. gr., enda er sú meðferð eina óbrigðula ráðið til þess að koma í veg fyrir það, að slíkir aðiljar auki kyn sitt. En heimild til notkunar þessa ráðs er æðitakmörkuð, eins og kunnugt er. Og frændsemi aðilja ein er auðvitað aldrei nægileg til slíkra aðgerða. Manni var áður eftir tilsk. 23. maí 1880 annars frjálst að eiga bróðurdóttur sína eða systurdóttur og afkvæmi þeirra, en ekki föðursystur sína eða móðursystur, nema leyfi kæmi til. Slíkt ákvæði stafaði af því, að þá væri konan jafnaðar- lega eldri en maðurinn. Ákvæði 14. gr. laga nr. 39/1921 þrengir því mörk þess, sem frjálst er, og er það þvert ofan í þann hugsunarhátt, sem annars birtist í lögum þessum. Og þá auðvitað ekki síður þvert ofan í þann hugsunarhátt, sem nú ríkir og hefur lýst sér mjög greinilega í ákvæðum 190. gr. hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt þeirri grein, sbr. 1. gr. sömu laga, eru samfarir milli þeirra, sem 14. gr. laga 1921 tekur til, algerlega refsilausar. Ef maður fengi vígslumann til þess að vígja sig í hjóna- band mcð t. d. bróðurdóttur sinni, án þess að leyfi væri fengið til þess, þá væri hjónabandið gilt og refsilaust hjóna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.